Hengifoss – lokun á stíg vegna aurbleytu
9. október var stígnum sem liggur upp að Hengifossi utan við gil lokað vegna slæmra aðstæðna. Vegna frost og þýðu síðustu daga hefur efsti parturinn sem á eftir að keyra efni vaðist upp í drullu. Þar með færist gangandi umferð út fyrir stíginn með tillheyrandi gróðurskemmdum. Til þess að sporna við þessu var ákveðið að loka stígnum. Gestum er í staðinn beint upp og niður sömu megin, þ.e. innan við á þar sem lagt er af stað beint fyrir ofan bílastæðið. Við reiknum með að lokun standi yfir í einhvern tíma meðan tíðarfarið sveiflast á milli frost og þýðu.