Nýtt deiluskipulag fyrir atvinnusvæði á Valþjófsstaðamelum

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti á fundi 5. mars 2024 að tillaga að nýju
deiliskipulagi fyrir atvinnusvæði á Valþjófsstaðamelum austan Végarðs verði
auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast tillöguna á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði og á
heimasíðu þess www.fljótsdalur.is. og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera
athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skilað til skipulagsfulltrúa
Fljótsdalshrepps Végarði, 701 Egilsstöðum eða á netfangið
fljotsdalshreppur@fljótsdalur.is til og með 30. apríl 2024.

Ýttu hér til að skoða nyja deilisskipulagið fyrir atvinnusvæði á Valþjófsstaðamelum.

Skipulagsfulltrúi Fljótsdalshrepps
Sveinn Þórarinsson

Breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014- 2030. Aðlögun að núverandi aðstæðum.

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti á fundi 5. mars 2024 að auglýsa
tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 vegna breytinga
á landnotkun og aðlögun aðalskipulagsins að núverandi aðstæðum og þróun á
athafnasemi síðustu ára á eftirtöldum stöðum: Egilsstaðir (ferðamannaþjónusta
við Óbyggðasetrið), skilgreining á iðnaðarsvæði við Víðivelli Ytri 2 (úrvinnsla á
skógarafurðum) og á Valþjófsstaðamelum (athafnasvæði fyrir atvinnustarfsemi)
og einnig afmörkun og skilgreining á íbúðarbyggð í landi Hamborgar.

Aðalskipulagsbreyting er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og um
lög umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Hægt er að nálgast tillöguna á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði og á
heimasíðu þess www.fljótsdalur.is. og einnig í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera
athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skilað til skipulagsfulltrúa
Fljótsdalshrepps Végarði, 701 Egilsstöðum eða á netfangið
fljotsdalshreppur@fljótsdalur.is til og með 30. apríl 2024.


Ýttu hér til að skoða greinargerðina um breytingu á aðalskipulaginu.

Ýttu hér til að skoða uppdrátt af breytingunni á aðalskipulaginu.

Skipulagsfulltrúi Fljótsdalshrepps
Sveinn Þórarinsson

 

27. sveitastjórnarfundur boðaður 05.03.2024

27. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 5.3. 2024, kl. 9:00

Dagskrá: 

  1. Ársreikningar 2023, fyrri umræða
  2. Eygló, nýsköpunarverkefni
  3. Skýrsla um gjaldtöku orkumannvirkja. 
  4. Sorpmál
  5. Fundargerðir
  • Byggingar-og skipulagsnefndar 1.3.2024
  • Stjórnar SSA 18.12.2023, 25.1.2024, 29.2.2024
  • Stjórnar Austurbrúar 18.12.2023, 25.1.2024, 29.2.2024
  • Sambands Íslenskra sveitarfélaga 21.1.2024, 9.2.2024, 23.2.2024
  • Minjasafns Austurlands 22.2.2024
  • Skólaskrifstofu Austurlands 20.2.2024
  • Heilbrigðisnefndar Austurlands 1.2.2024
  • Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs 6.12.2023, 7.2.2024
  • Almannavarna 26.2.2024

 

  1. Tilnefning til Landstólpa
  2. Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt
  3. Skýrsla sveitarstjóra
  4. Önnur mál

 

Oddviti

Lárus Heiðarsson



We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok