Í landi Skriðuklausturs eru tvær lausar lóðir, um 3130 m2 að stærð með um 500 m2 byggingareit. Einnig er gert ráð fyrir íbúðarsvæði í landi Bessastaða/Eyrarlands, alls 4 til 5 lóðir á um 5 ha svæði.
Auk þess hefur hver landeigandi rétt á að byggja þrjú íbúðarhús á hverri jörð/lögbýli og taka út lóðir fyrir 1-3 frístundahúsum. Frístundabyggð er leyfð á Droplaugarstöðum, í Brekkugerði og Brekku á um 5 ha en ekki liggur fyrir deiliskipulag. Á Ytri-Víðivöllum er gert ráð fyrir um 13 frístundahúsum á um 20 ha svæði og á Ytri-Víðivöllum II 8 frístundahús á um 6-8 ha svæði á óskilgreindu deiliskipulagi.
Fyrir liggja áætlanir sveitarfélagsins að skipuleggja byggðakjarna í landi Hjarðabóls.