Persónuverndarfulltrúi sveitarfélagsins er Aron Thorarensen. Hlutverk hans er að hafa eftirlit að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins, veita starfsmönnum sveitarfélagsins ráðgjöf um vinnslu persónuupplýsinga og vera tengiliður við Persónuvernd og þá einstaklinga sem sveitarfélagið vinnur persónuupplýsingar um.
Netfang persónuverndarfulltrúans er personuvernd@fljotsdalur.is
Aðgengisflulltrúi
Fljótsdalshreppur hefur, ásamt ríki og sveitarfélögum, lagt áherslu að að bæta aðgengi fyrir fatlaða í opinberum byggingum, almenningssamgöngum, útivistarsvæðum og almenningsgörðum svo dæmi séu tekin. Fljótsdalshreppur hefur skipað aðgengisfulltrúa sem sér til þess að gerðar séu úttektir á aðgengi, þ.e. þjónustu og starfssemi viðkomandi aðila í víðum skilningi. Leiði úttekt í ljós að úrbóta sé þörf hlutast aðgengisfulltrúi til að gerðar séu tímasettar áætlanir um úrbætur.
Aðgengisfulltrúi Fljótsdalshrepps er Jónas Bjarki Hallgrímsson jonas.bragi97 (at) gmail.com