Fögur framtíð í Fljótsdal

Íbúar Fljótsdals hafa stofnað til átaksverkefnis undir heitinu Fögur framtíð í Fljótsdal sem sveitarstjórn ber ábyrgð á en Samfélagsnefnd leiðir. Samfélagsnefnd er skipuð tveimur fulltrúum sveitarstjórnar, tveimur öðrum íbúum Fljótsdalshrepps og einum frá Austurbrú.

Samstarfsamningur er milli Fljótsdalshrepps og Austurbrúar um ráðningu verkefnastjóra Fagrar framtíðar í Fljótsdals til ársloka 2022. Verkefnið byggir á samfélagsþingum þar sem lagt er upp með ákveðna framtíðarsýn og lagt á ráðin um fjölbreytt árs áætlanaverkefni til að ná þeirri sýn. Samfélagsþing eru að jafnaði haldin í október og í framhaldi unnin verkefnaáætlun, sjá myndrænan verkferill.

Framtíðarsýn og verkefnaáherslur

Í tengslum við verkefnið var stofnað til Samfélagssjóðs Fljótsdals á vordögum 2020. Óskað er eftir umsóknum í hann að jafnaði í lok janúar. Áherslur sjóðsins beinast að nýsköpun, menningar- og atvinnuskapandi verkefnum í Fljótsdal. Einstaklingar, félög og lögaðilar geta sótt um styrk til sjóðsins en verkefnin þurfa að tengjast með einum eða öðrum hætti Fljótsdalshrepp.

Fögur framtíð í Fljótsdal - N4 upptaka

Fundargerðir samfélagsnefndar

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok