Arkitektúr, menning og náttúra

Í Fljótsdal finnast nokkrar byggingar með áhugaverðan  arkitektúr og engu til sparað í þeim efnum. Það er fágætt í sveitum landsins að sjá jafn áhugaverðan og oft framúrstefnulegan og stórmerkilegan arkitektúr og eru hér nefnd nokkur dæmi sem vert er að skoða

Gunnarshús

Gunnarshús á Skriðuklaustri er þekktasta húsið og er það hannað í anda herragarðs af vini Gunnars, þýska arkitektinum Johann Friedrich (Fritz) Höger 1939. Nafn Högers er þekkt í þýskri og alþjóðlegri byggingarlistarsögu 20. aldar enda var hann einn helsti brautryðjandi norður-þýsks múrsteins- expressjónisma (Backsteinexpressionismus).

Snæfellsstofa

Snæfellsstofa-Vatnajökulsþjóðgarður var hönnuð af ARKÍS Arkitektum 2010. Form Snæfellsstofu er innblásið af eilífum sköpunarmætti jökulsins; hvernig hann ýmist brýtur sér leið eða hopar og sverfur nýjar, síbreytilegar náttúruperlur í landslagið.  Þessi sköpunarverk eru fyrirmyndin að þeim rýmum og formum sem finna má í Snæfellsstofu. Hvað varðar byggingarefni sækir Snæfellsstofa hughrif til Gunnarshúss; lerki í veggklæðningum, úthagatorf á þaki og hleðslur á lóð úr heimfengnu grjóti.

Þjónustuhús við Hengifoss

Þjónustuhús við Hengifoss. Verið er að undirbúa byggingu þess. Húsið er hannað af norska arktitektinum Erik Rönning Andersen 2016.

Langhús

Sennilega eru Langhús eina býlið í landinu þar sem öll útihús eru hlaðin úr torfi og grjóti frá örófi alda og eru þau flest öll í fullum rekstri. Þar gefur á að líta byggingarstíl útihúsa forfeðranna. Það er því magnað tímaferðalag að skoða húsin þar.

Végarður

Félagsheimilið Végarður hannað af Gísla Halldórssyni arkitekt 1959 og einstaklega vel heppnuð viðbygging hannaða af Kanon arkitektum 2004.

Eilífðardraumurinn

Eilífðardraumurinn er skúlptúr eftir Ólaf Þórðarson listamanna og arkitekt. Við skúlptúrinn sem er í frárennslisskurði Fljótsdalsstöðvar er áningarstaður með upplýsingaskilti og bílastæði, rétt innan við Valþjófsstaði. Þessi fljótandi skúlptúr er 12 metrar að lengd og um 6 tonn að þyngd. Ætlunin er að hann fljóti til frambúðar á frárennslinu frá Kárahnjúkavirkjun, einskonar fley væntinga þar sem siglt er endalaust á móti straumnum.

Óbyggðasetur Íslands

Óbyggðasetrið á Egilsstöðum, íbúðarhúsið er byggt í funkís stíl og með þeirri sér Íslensku útfærslu að setja valmaþak ofan á upphaflegu hönnunina sem var flatt þak, en við okkar aðstæður voru þannig þök lek. Húsið var byggt 1940 og teiknað af teiknistofu landbúnaðarins?. Sú teikning fór víða um landið og var aðlöguð aðstæðu og ýmist haft á einni hæð eða tveimur hæðum.

Fljótsdalsstöð

Fljótsdalsstöð-Hlaðhús Landsvirkjunar er hönnuð af arkitektastofunni OG í samstarfi við Verkís og Landark og byggt 2007. Hlaðhúsið er tvílyft steinsteypt mannvirki með áferð sjónsteypu. Hluti suðurhliðar er með slétta klæðningu úr áli í dökkgráum lit. Í hlaðhúsi er stjórnherbergi, aðstaða fyrir starfsmenn og verkstæði. Húsið liggur meðfram hlíðinni og er að hluta grafið inn í hana. Byggingarmassinn er brotinn upp í misbreiða, misháa og misdjúpa kassa, sem raða sér upp meðfram hlíðinni og skapa hreyfingu sem vinnur gegn þungum steypumassanum. Á flötu þakinu, sem gengur inn í hlíðina, er perlumöl.

Hrafnkelsstaðir og Brekkugerðishús

Húsin eru dæmi um sveitarbýli hönnuð í klassískum sveitastíl. Húsið á Hrafkellsstöðu er með glæsilegri húsbyggingum til sveita. Nú um þessar mundir er verið að gera húsið upp. Íbúðarhúsið á Húsum var upphaflega byggt 1922 og endurgert af skáldinu og skógarbóndanum Hákoni Aðalsteinssyni og konu hans Sigrúnu Benediktsdóttur á síðasta áratug síðustu alda og gott dæmi um fallegt og notarlegt hús í sveit.

Valþjófsstaðakirkja

Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok