Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps er skipuð fimm aðalmönnum og fimm til vara, kjörnum lýðræðislegri kosningu af íbúum sveitarfélagsins samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna. Í síðustu kosningum voru 61 á kjörskrá og kjörsókn 81,97%. Sveitarstjórn fer með æðsta ákvörðunarvald varðandi framkvæmd verkefna sem Fljótsdalshreppur annast samkvæmt lögum. Sveitarstjórn vinnur að sameiginlegum velferðarmálum íbúanna eftir því sem fært þykir á hverjum tíma og er heimilt að taka að sér hvert það verkefni sem varðar íbúa þess, enda sé það ekki falið öðrum að lögum.
Sjá nánar á vef stjórnartíðinda um stjórn Fljótsdalshrepps.
Sveitarstjórn á í góðu samstarfi við nágrannasveitarfélögin Múlaþing, Fjarðabyggð, Vopnafjörð og Samband sveitarfélaga á Austurlandi.
Skrifstofa sveitarfélagsins er staðsett í Végarði.
Opnunartími er frá kl. 9:00-16:00 virka daga.
Sveitarstjóri er Helgi Gíslason
Netfang: fljotsdalshreppur(at)fljotsdalur.is
Sími 471 1810 / 864 4228.