Fögur framtíð í Fljótsdal

Íbúar Fljótsdals hafa stofnað til átaksverkefnis undir heitinu Fögur framtíð í Fljótsdal sem sveitarstjórn ber ábyrgð á en Samfélagsnefnd leiðir. Samfélagsnefnd er skipuð tveimur fulltrúum sveitarstjórnar, tveimur öðrum íbúum Fljótsdalshrepps og einum frá Austurbrú.

Samstarfsamningur er milli Fljótsdalshrepps og Austurbrúar um ráðningu verkefnastjóra Fagrar framtíðar í Fljótsdals til ársloka 2022. Verkefnið byggir á samfélagsþingum þar sem lagt er upp með ákveðna framtíðarsýn og lagt á ráðin um fjölbreytt árs áætlanaverkefni til að ná þeirri sýn. Samfélagsþing eru að jafnaði haldin í október og í framhaldi unnin verkefnaáætlun, sjá myndrænan verkferill.

Framtíðarsýn og verkefnaáherslur

Í tengslum við verkefnið var stofnað til Samfélagssjóðs Fljótsdals á vordögum 2020. Óskað er eftir umsóknum í hann að jafnaði í lok janúar. Áherslur sjóðsins beinast að nýsköpun, menningar- og atvinnuskapandi verkefnum í Fljótsdal. Einstaklingar, félög og lögaðilar geta sótt um styrk til sjóðsins en verkefnin þurfa að tengjast með einum eða öðrum hætti Fljótsdalshrepp.

Fögur framtíð í Fljótsdal - N4 upptaka

Fundargerðir samfélagsnefndar