Fundarstjóri Lárus Heiðarsson oddviti.
Framsögumenn Haraldur Geir Eðvaldsson slökkviliðsstjóri og Kjartan Benediktsson.
Dagskrá:
Sveitarstjórn Fljótsdælinga
Dagskrá:
Oddviti
Lárus Heiðarsson
Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti á fundi 6. febrúar 2023 að tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Víðivella ytri I yrði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast tillöguna á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði og á heimasíðu þess www.fljotsdalur.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skilað til skipulagsfulltrúa Fljótsdalshrepps Végarði, 701 Egilsstöðum eða á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is til og með 25. apríl 2023.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Skipulagsfulltrúi Fljótsdalshrepps
Sveinn Þórarinsson
Hér má sjá skoðunaráætlun eldvarnaeftirlits fyrir árið 2023. Hér eru listaðar upp byggingar sem annað hvort þurfa skoðun árlega eða fjórða hvert ár. Við ákvörðun um skoðun er stuðst við byggingareglugerð og reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit. Viðbúið er að fleiri byggingar en þær sem eru á listanum verði skoðaðar eftir því sem ástæða þykir til. Eldvarnaeftirlitið hefur samband við eigendur bygginga til að fastsetja skoðunartíma þegar kemur að skoðun. Eldvarnaeftirlit er mikilvægur þáttur í forvörnum og eru eigendur bygginga hvattir til að bregðast sem fyrst við athugasemdum ef einhverjar eru. Benda má á að eigendur bygginga geta alltaf haft samband við eldvarnaeftirlitið til að fá upplýsingar og leiðbeiningar. Einnig geta eigendur bygginga óskað eftir því að fá eldvarnaeftirlitið í heimsókn ef þurfa þykir.
Végarður 701 Fljótsdalshreppur Fljótsdalur
Laugarfell 701 Fljótsdalshreppur Fljótsdalur
Óbyggðasetur 701 Fljótsdalshreppur Fljótsdalur
Húsnæðisáætlun 2023 er kominn inn undir "Stjórnsýsla > Áætlanir og kannanir".
Hægt er að skoða áætlunina hér.