Á sveitarstjórnarfundi 27.6.24 var stofnun vatnsveitu samþykkt, Fljótsorka.
Fljótsorka sér um rekstur vatnsveitu í Fljótsdal og er hún í eigu Fljótsdalshrepps
Hér er hægt að nálgast samþykktina
Fljótsorka sér um rekstur vatnsveitu í Fljótsdal og er hún í eigu Fljótsdalshrepps
Hér er hægt að nálgast samþykktina
Dagskrá:
1. Vatnsveita-samþykktir og tilboð í borun
2. Loftslagsstefna Fljótsdalshrepps
3. Kaupsamningur við Fljótsdalsgrund
4. Ágangsfé
5. Bessastaðárgil-rökstuðningur Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða
6. Hengifoss, skoðun og félagsform.
7. Fundargerðir:
a. Heilbrigðisnefndar Austurlands 6.6.2024
b.Sambands íslenskra sveitarfélaga 31.5.2024
c. Svæðisráð austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 12.6.2024
8. Skýrsla sveitarstjóra
9. Önnur mál
Oddviti
Lárus Heiðarsson
Fulltrúar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps komu
saman í Fjarðabyggð þriðjudaginn 11. júní. Tilefni fundarins var árleg yfirferð
sveitarfélaganna á sameiginlegum hagsmunamálum og samvinnuverkefnum.
Sveitarfélögin eiga í samstarfi um uppbyggingu er varðar atvinnumál og fjölgun íbúa
svo sem uppbyggingu á grænum orkugarði og vindorku því samhliða. Á fundinum
var einnig rætt um mikilvæg samgöngumál og hvernig hægt sé að efla samstarf
sveitarfélaganna enn frekar.
Í lok fundar var afgreitt sameiginleg ályktun sveitarfélaganna:
Fjarðabyggð og Fljótsdalshreppur skora á Alþingi að ljúka afgreiðslu mikilvægra
mála sem bíða afgreiðslu þingsins. Uppbyggingaráform á Austurlandi þarfnast
aðkomu stjórnvalda í formi lagasetninga og stefnumótunar. Full fjármögnuð verkefni
á Austurlandi bíða afgreiðslu þingsins og hætta er á að uppbyggingin færist út fyrir
landsteinana verði frekari dráttur á. Skiptir þar mestu máli að þingið afgreiði stefnu
um uppbyggingu á vindorku á Íslandi ásamt því að tryggja að sveitarfélög fái eðlilegt
afgjald af raforkuframleiðslu sem fram fer í þeim. Austurland áformar uppbyggingu á
orkugarði sem mun gera fjórðunginn að miðstöð orkuskipta með framleiðslu á vetni
til að knýja fiskiskip og fragtskip bæði innanlands og utan. Þessi áform kalla á að
lagaumhverfið sé skýrt og innviðir til staðar til að þessi mikilvægi þáttur orkuskipta
innanlands gangi eftir. Þá gera sveitarfélögin ráð fyrir talsverðri húsnæðisuppbyggingu
gangi áformin eftir og mun það styrkja samfélagið allt á Austurlandi.
Þá ítreka sveitarfélögin að þingið afgreiði önnur frumvörp sem varða hagsmuni
sveitarfélaganna s.s. frumvarp um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga,
frumvarp um lagareldi og að við endurskoðun búvörusamninga sem nú eru að
hefjast verði lögð sérstök áhersla á stuðning við fámenn landbúnaðarsvæði.
Heimsókn í Kaldvík
Eftir sameiginlegan fund fulltrúa sveitarstjórna var siglt út í laxeldiskvíar Kaldvíkur og þær
skoðaðar ásamt því að fá kynningu á starfsemi fyrirtækisins og framleiðslu. Kaldvík rekur
sjókvíaeldi í Fjarðabyggð og er eitt öflugasta laxeldisfyrirtæki landsins. Á fyrsta ársfjórðungi
var framleitt um 3986 tonn af laxi og er stefnan að auka framleiðsluna í 21.500 tonn fyrir árið
2024 samanborið við 4394 tonn árið 2023.
Að lokum var boðið til kvöldverðar í Randulffssjóhúsi á Eskifirði.
30. sveitastjórnarfundur boðaður 11.06.2024 klukkan 9:00
Dagskrá
Oddviti
Lárus Heiðarsson