25. sveitastjórnarfundur boðaður 09.01.2024

25. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 9.1. 2024, kl. 9:00

Dagskrá: 

  1. Landsvirkjun-skýrsla fyrir árið.
  2. Gunnarsstofnun-skýrsla fyrir árið
  3. Húsnæðisáætlun Fljótsdalshrepps 2024
  4. Umhverfisúttekt Kröflulínu 3.
  5. Fundargerðir:
  1. Byggingar-og skipulagsnefndar 29.12.2023
  2. Aðalfundar Héraðsskjalasafns Austurlands 22. 12. 2023
  3. Vatnajökulsþjóðgarður-svæðisráð austursvæðis 6.12.2023
  4. Heilbrigðisnefndar Austurlands 7.12.2023
  5. Sambands íslenskra sveitarfélaga 5.12.2023
  6. Sambands íslenskra sveitarfélaga 15.12.2023
  1. Skýrsla sveitarstjóra
  2. Önnur mál

 

Oddviti

Lárus Heiðarsson




Takk Helga!

Úttekt var tekin á ástandi gistiheimilisins við Végarð 6.12.23

Rækileg athugun fór fram af hálfu úttektaraðila á öllum vistarverum í aðalbygginu og þjónustuhúsi svo og á búnaði. Endurbætur og viðhald á samningstíma hefur verið í góðu samstarfi á milli samningsaðila. Engar athugasemdir voru gerðar hvorki við ástand á mannvirkjun né á búnaði. Það var samdóma álit úttektaraðila að ástand og umgengni á mannvirkjum og búnaði sé óaðfinnanlegt og til fyrirmyndar.

Við afhendingu lykla var Helgu þökkuð störfin og hún þakkaði fyri afnot af húsinu í 14 ár.

Helga

Niðurstöður síðari umræða um hvort hefja eigi sameiningarviðræður sbr. 4. gr. a. sveitarstjórnarlaga

Ákvörðun sveitarstjórnar á fundi þann 5. desember 2023.

„Álit um stöðu Fljótsdalshrepps sbr. b. lið 2. mgr. 4. gr. a. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og
umsögn innviðaráðuneytisins sbr. 4. mgr. 4. gr. a. sömu laga voru birtar á vef Fljótsdalshrepps
þann 13. október 2023 til kynningar fyrir íbúa sveitarfélagsins, jafnframt sem tilgreind gögn
voru send á öll heimili í því.  Fyrri umræða í samræmi við 2. ml. 4. mgr. 4. gr. a.
sveitarstjórnarlaga fór fram á fundi sveitarstjórnar þann 7. nóvember sl. og var málinu þá vísað
til síðari umræðu.   Síðari umræða fór fram í dag og varð einróma ákvörðun sveitarstjórnar að
leita ekki eftir því við annað eða önnur sveitarfélög að hefja viðræður um sameiningu
Fljótsdalshrepps á grundvelli 119. gr. sveitarstjórnarlaga.  Ákvörðun sveitarstjórnar verður birt
á heimasíðu sveitarfélagsins ásamt upplýsingum um efni 5. mgr. 4. gr. a. sveitarstjórnarlaga.
Í umsögn innviðaráðuneytis um lögbundna starfsemi í sveitarfélaginu kemst það helst að þeirri
merkilegu niðurstöðu að þá fyrst væri sveitarfélagið fjárhagslega sjálfbært ef það sameinaðist
öðrum. Niðurstaða sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps er að vísa umsögninni til efnislegrar
meðferðar hjá þorrablótsnefndinni.


Nýverið skrifaði innviðaráðuneytið frétt á heimasíðu Stjórnarráðsins um samantekt umsagna
lögbundinnar þjónustu fámennra sveitarfélaga. Þar gerir ráðuneytið að höfuðmáli skoðun sína á
að íbúar í fámennustu sveitarfélögunum geti tæpast fjölgað sér á „náttúrulegan hátt“. Ekkert í
sveitarstjórnarlögum fjallar um hlutverk sveitarfélaga í þá veru að fjölga íbúum á „náttúrulegan
hátt“. Því verður ekki annað séð en að hér sé aðeins um að ræða sérstakan áhuga
innviðaráðuneytisins á kynlífi Fljótsdælinga.


Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps gleðst yfir þessu áhugamáli ráðuneytisins og er afar áhugasöm
um áframhaldið.


Í tilefni af framangreindri ákvörðun sveitarstjórnar er íbúum bent á það úrræði sem þeim
stendur til boða samkvæmt 5. mgr. 4. gr. a. sveitarstjórnarlaga en þar segir:


„Taki sveitarstjórn ákvörðun um að hefja ekki sameiningarviðræður skv. 4. mgr. geta minnst
10% af þeim sem kosningarrétt eiga í sveitarfélagi óskað almennrar atkvæðagreiðslu um
ákvörðun sveitarstjórnar hafi slík atkvæðagreiðsla ekki þegar farið fram. Sveitarstjórn skal
verða við ósk íbúa eigi síðar en innan sex mánaða frá því að hún berst og skal niðurstaða
atkvæðagreiðslunnar vera bindandi fyrir sveitarstjórn. Að öðru leyti fer um atkvæðagreiðsluna
skv. 107. og 108. gr.“

24. sveitastjórnarfundur boðaður 05.12.2023

24. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 5.12. 2023, kl. 13:30

Dagskrá:

  1. Síðari umræða, fjárhagsáætlunar 2024 og þriggja ára áætlun.
  2. Viðaukar
  3. Gjaldskrár og samþykkir
  4. Íbúafundur um fjármál og byggðakjarna
  5. Skipan nefndar til gerðar búfjársamþykkar
  6. Bókun um landbúnaðarmál
  7. Tilnefning í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs
  8. Ný krafa um þjóðlendur í Fljótsdal
  9. Síðari umræða um hvort hefja eigi sameiningarviðræður sbr. 4.gr. sveitarstjórnarlaga
  10. Erindi Upphéraðsklasa um vefinn hengifoss.is
  11. Fundargerðir:
  1. Byggingar-og skipulagsnefndar 17.11.2023
  2. 11. Verkfundur Hengifosshúss 13.11.2023
  3. Umhverfis og loftslagsnefnd 27.11.2023 (áætlun um endurskoðaða loftslagstefnu)
  4. 1. Fundur um samráð austfirðinga í úrgangsmálum.
  5. Almannavarnarnefnd 16.11.2023
  6. Samtök orkusveitarfélaga 22.11.2023
  7. Aðalfundargerð HAUST 7.11.2023
  8. Sambands íslenskra sveitarfélaga 12.11.2023
  9. Sambands íslenskra sveitarfélaga 24.11.2023
  1. Skýrsla sveitarstjóra
  2. Önnur mál

 

Oddviti

Lárus Heiðarsson

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok