Hengifoss – lokun á stíg vegna aurbleytu

9. október var stígnum sem liggur upp að Hengifossi utan við gil lokað vegna slæmra aðstæðna. Vegna frost og þýðu síðustu daga hefur efsti parturinn sem á eftir að keyra efni vaðist upp í drullu. Þar með færist gangandi umferð út fyrir stíginn með tillheyrandi gróðurskemmdum. Til þess að sporna við þessu var ákveðið að loka stígnum. Gestum er í staðinn beint upp og niður sömu megin, þ.e. innan við á þar sem lagt er af stað beint fyrir ofan bílastæðið. Við reiknum með að lokun standi yfir í einhvern tíma meðan tíðarfarið sveiflast á milli frost og þýðu.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok