Nýtt deiluskipulag fyrir atvinnusvæði á Valþjófsstaðamelum

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti á fundi 5. mars 2024 að tillaga að nýju
deiliskipulagi fyrir atvinnusvæði á Valþjófsstaðamelum austan Végarðs verði
auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast tillöguna á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði og á
heimasíðu þess www.fljótsdalur.is. og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera
athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skilað til skipulagsfulltrúa
Fljótsdalshrepps Végarði, 701 Egilsstöðum eða á netfangið
fljotsdalshreppur@fljótsdalur.is til og með 30. apríl 2024.

Ýttu hér til að skoða nyja deilisskipulagið fyrir atvinnusvæði á Valþjófsstaðamelum.

Skipulagsfulltrúi Fljótsdalshrepps
Sveinn Þórarinsson

Breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014- 2030. Aðlögun að núverandi aðstæðum.

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti á fundi 5. mars 2024 að auglýsa
tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 vegna breytinga
á landnotkun og aðlögun aðalskipulagsins að núverandi aðstæðum og þróun á
athafnasemi síðustu ára á eftirtöldum stöðum: Egilsstaðir (ferðamannaþjónusta
við Óbyggðasetrið), skilgreining á iðnaðarsvæði við Víðivelli Ytri 2 (úrvinnsla á
skógarafurðum) og á Valþjófsstaðamelum (athafnasvæði fyrir atvinnustarfsemi)
og einnig afmörkun og skilgreining á íbúðarbyggð í landi Hamborgar.

Aðalskipulagsbreyting er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og um
lög umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Hægt er að nálgast tillöguna á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði og á
heimasíðu þess www.fljótsdalur.is. og einnig í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera
athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skilað til skipulagsfulltrúa
Fljótsdalshrepps Végarði, 701 Egilsstöðum eða á netfangið
fljotsdalshreppur@fljótsdalur.is til og með 30. apríl 2024.


Ýttu hér til að skoða greinargerðina um breytingu á aðalskipulaginu.

Ýttu hér til að skoða uppdrátt af breytingunni á aðalskipulaginu.

Skipulagsfulltrúi Fljótsdalshrepps
Sveinn Þórarinsson

 

27. sveitastjórnarfundur boðaður 05.03.2024

27. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 5.3. 2024, kl. 9:00

Dagskrá: 

  1. Ársreikningar 2023, fyrri umræða
  2. Eygló, nýsköpunarverkefni
  3. Skýrsla um gjaldtöku orkumannvirkja. 
  4. Sorpmál
  5. Fundargerðir
  • Byggingar-og skipulagsnefndar 1.3.2024
  • Stjórnar SSA 18.12.2023, 25.1.2024, 29.2.2024
  • Stjórnar Austurbrúar 18.12.2023, 25.1.2024, 29.2.2024
  • Sambands Íslenskra sveitarfélaga 21.1.2024, 9.2.2024, 23.2.2024
  • Minjasafns Austurlands 22.2.2024
  • Skólaskrifstofu Austurlands 20.2.2024
  • Heilbrigðisnefndar Austurlands 1.2.2024
  • Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs 6.12.2023, 7.2.2024
  • Almannavarna 26.2.2024

 

  1. Tilnefning til Landstólpa
  2. Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt
  3. Skýrsla sveitarstjóra
  4. Önnur mál

 

Oddviti

Lárus Heiðarsson