Nýr verkefnastjóri við áningarstaðinn Hengifoss ráðinn til starfa.

Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Helgu Eyjólfsdóttur um starf verkefnisstjóri við Hengifoss.
Um starfið sóttu 26 einstaklingar og þar af voru fjórir menntaðir ferðamálafræðingar. 
Umsóknir voru vandaðar og margir öflugir einstaklingar meðal umsækjenda. Umsækjendum öllum er þakkað fyrir að sýna starfinu áhuga.

Helga Eyjólfsdóttir er m.a. menntuð sem ferðamálafræðingur og hefur víðtæka reynslu úr ferðamálageiranum.
Þá hefur hún góða staðþekkingu auk þess að hafa unnið lokaverkefni sitt í ferðamálanáminu um Hengifoss. Við bjóðum Helgu velkomna til starfa!

 

IMG 7405

28. sveitarstjórnarfundur boðaður 04.04.24

28. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 4.4. 2024, kl. 9:00 

Dagskrá: 

  1. Ársreikningar 2023, síðari umræða
  2. Gjaldtaka orkumannvirkja
  3. Vatnsveita
  4. Tilboð í endurskoðun 
  5. Framlenging sorphirðusamnings
  6. Samningur um gjaldtöku bílastæða við Hengifoss
  7. Umsókn í styrkvegasjóð
  8. Starfsreglur fyrir svæðaskipulagsnefnd Austurlands
  9. Fundargerðir:
  1. Umhverfis-og loftslagsnefndar 20.3.2024
  2. Almannavarna 18.3.2024
  3. Sambands íslenskra sveitarfélaga 15.3.2024
  4. Aðalfundar Minjasafns Austurlands 20.3.2024
  1. Áskorun til sveitarfélaga um kjarasamninga
  2. Ársreikningur Landbótasjóðs
  3. Fornleifaskráning v. deiliskipulags í landi Hamborgar
  4. Ársreikningar og ársskýrsla Minjasafns Austurlands 2023
  5. Skýrsla sveitarstjóra
  6. Önnur mál

 

Oddviti

Lárus Heiðarsson




Nýtt deiluskipulag fyrir atvinnusvæði á Valþjófsstaðamelum

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti á fundi 5. mars 2024 að tillaga að nýju
deiliskipulagi fyrir atvinnusvæði á Valþjófsstaðamelum austan Végarðs verði
auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast tillöguna á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði og á
heimasíðu þess www.fljótsdalur.is. og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera
athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skilað til skipulagsfulltrúa
Fljótsdalshrepps Végarði, 701 Egilsstöðum eða á netfangið
fljotsdalshreppur@fljótsdalur.is til og með 30. apríl 2024.

Ýttu hér til að skoða nyja deilisskipulagið fyrir atvinnusvæði á Valþjófsstaðamelum.

Skipulagsfulltrúi Fljótsdalshrepps
Sveinn Þórarinsson

Breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014- 2030. Aðlögun að núverandi aðstæðum.

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti á fundi 5. mars 2024 að auglýsa
tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 vegna breytinga
á landnotkun og aðlögun aðalskipulagsins að núverandi aðstæðum og þróun á
athafnasemi síðustu ára á eftirtöldum stöðum: Egilsstaðir (ferðamannaþjónusta
við Óbyggðasetrið), skilgreining á iðnaðarsvæði við Víðivelli Ytri 2 (úrvinnsla á
skógarafurðum) og á Valþjófsstaðamelum (athafnasvæði fyrir atvinnustarfsemi)
og einnig afmörkun og skilgreining á íbúðarbyggð í landi Hamborgar.

Aðalskipulagsbreyting er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og um
lög umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Hægt er að nálgast tillöguna á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði og á
heimasíðu þess www.fljótsdalur.is. og einnig í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera
athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skilað til skipulagsfulltrúa
Fljótsdalshrepps Végarði, 701 Egilsstöðum eða á netfangið
fljotsdalshreppur@fljótsdalur.is til og með 30. apríl 2024.


Ýttu hér til að skoða greinargerðina um breytingu á aðalskipulaginu.

Ýttu hér til að skoða uppdrátt af breytingunni á aðalskipulaginu.

Skipulagsfulltrúi Fljótsdalshrepps
Sveinn Þórarinsson