Í Fljótsdalshreppi er óbundin kosning.
Kjörskrá liggur fram á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði til kjördags.
Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar um umhverfisstyrk er hann nú auglýstur til umsóknar fyrir árið 2022. Bent er á reglur sem hafa verið settar og eru á heimasíðu fljotsdalur.is
Ekkert eyðublað er fyrir umsóknina en minnt er á að gera þarf kostnaðaráætlun í samræmi við reglurnar.
Skila þarf umsókn inn til skrifstofu Fljótsdalshrepps fyrir 30. apíl næstkomandi.
75. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 5.4. 2022, kl. 13:30
Dagskrá:
Oddviti Fljótsdalshrepps
Jóhann F. Þórhallsson
Stjórnarráðið hefur gefið út tímalínu vegna komandi sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022
6. apríl.Viðmiðunardagur kjörskrár.Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps, í samstarfi við Orkugarða Austurlands, boðar til íbúafundar til kynningar á hugmyndum um byggingu og starfrækslu vindorkugarðs í sveitarfélaginu. Fundurinn verður haldinn í Végarði þriðjudaginn 29. mars kl 17:00. Dagskrá:
1. Viljayfirlýsing um samstarf á milli Fljótsdalshrepps og Orkugarða Austurlands. Framsaga: Helgi Gíslason og Kristinn Bjarnason.
2. Vindorkugarður í Fljótsdal og rafeldsneytisverkmiðja á Reyðarfirði. Framsaga: Anna-Lena Jeppesen, Magnús Bjarnason og Helgi Jóhannesson.
3. Fyrirspurnir og umræður.
Bestu kveðjur Helgi