Umhverfisstyrkur

Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar um umhverfisstyrk er hann nú auglýstur til umsóknar fyrir árið 2022. Bent er á reglur sem hafa verið settar og eru á heimasíðu fljotsdalur.is
Ekkert eyðublað er fyrir umsóknina en minnt er á að gera þarf kostnaðaráætlun í samræmi við reglurnar.

Skila þarf umsókn inn til skrifstofu Fljótsdalshrepps fyrir 30. apíl næstkomandi.

Auglýsing

75. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 5.4.2022

75. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 5.4. 2022, kl. 13:30

Dagskrá:

  1. Svæðisskipulag Austurlands. Stefán Bogi Sveinsson
  1. Búsetuminjaverkefni. Skúli Björn Gunnarsson
  1. Skipan í samráðshóp um vindmyllugarð.
  1. Samningur við MVA
  1. Tilboð Austubygg ehf. Í þjónusthús
  1. Umsagnir um drög að umhverfis og loftslagsstefnu.
  1. Grenjavinnsla
  1. Fundargerðir:
  1. Almannavarna 28.3.2022
  2. Stjórnar Minjasafns Austurlands 24.3.202
  1. Erindi:
    1. Römpum upp Ísland
    2. Lausaganga geita
    3. Aðstöðuhús við Fljótsdalsgrund
    4. Fljótsdalsdagar
  1. Fjárbeiðni frá Íslandsdeild Íslandsdeildar Transparency International
  1. Skýrsla sveitarstjóra
  1. Önnur mál

 Oddviti Fljótsdalshrepps

Jóhann F. Þórhallsson

Nú líður að kosningum

 Stjórnarráðið hefur gefið út tímalínu vegna komandi sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022

6. apríl.Viðmiðunardagur kjörskrár.
8. apríl.Síðasti dagur Þjóðskrár Íslands að auglýsa að gerð hafi verið kjörskrá.
8. apríl. Síðasti dagur til að skila inn framboði kl. 12:00.
11. apríl Yfirkjörstjórn boðar umboðsmenn á sinn fund og greinir frá meðferð á einstökum listum. 
14. apríl. Yfirkjörstjórn auglýsir framkomin framboð. 
15. apríl. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst.
23. apríl. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á sjúkrahúsum og dvalarheimilum má hefjast.
12. maí. Síðasti frestur til kjörstjóra að leggja fram beiðni um heimakosningu. 
13. maí. Atkvæðagreiðslu utan kjörfundar erlendis lýkur. 
14. maí. Kosningu utan kjörfundar innanlands lýkur kl. 17:00.
14. maí. Kjördagur

Íbúafundur í Végarði

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps, í samstarfi við Orkugarða Austurlands, boðar til íbúafundar til kynningar á hugmyndum um byggingu og starfrækslu vindorkugarðs í sveitarfélaginu. Fundurinn verður haldinn í Végarði þriðjudaginn 29. mars kl 17:00. Dagskrá:

1. Viljayfirlýsing um samstarf á milli Fljótsdalshrepps og Orkugarða Austurlands. Framsaga: Helgi Gíslason og Kristinn Bjarnason.

2. Vindorkugarður í Fljótsdal og rafeldsneytisverkmiðja á Reyðarfirði. Framsaga: Anna-Lena Jeppesen, Magnús Bjarnason og Helgi Jóhannesson.

3. Fyrirspurnir og umræður.

Bestu kveðjur Helgi

Lokun skrifstofu

Skrifstofa Fljótsdalshrepps verður lokuð föstudaginn 11. mars 2022.

Verkefnastjóri Fagrar framtíðar verðu ekki í Végarði daganna 14.-21. mars en svarar pósti og verður aðgengileg í síma og fjarfundum 14.-16. mars.

Ársskýrsla Fagrar framtíðar í Fljótsdal

Í Fljótsdal er unnið að samfélagsverkefni sem ber nafnið Fögur framtíð í Fljótsdal. Árlega eru haldin samfélagsþing sem marka verkefnaáherslur í átt að sameiginlegri framtíðarsýn.  Nú er komin út ársskýrsla verkefnisins fyrir 2021.

Hægt er að skoða hana hér