Hengifoss – lokun á stíg vegna aurbleytu

9. október var stígnum sem liggur upp að Hengifossi utan við gil lokað vegna slæmra aðstæðna. Vegna frost og þýðu síðustu daga hefur efsti parturinn sem á eftir að keyra efni vaðist upp í drullu. Þar með færist gangandi umferð út fyrir stíginn með tillheyrandi gróðurskemmdum. Til þess að sporna við þessu var ákveðið að loka stígnum. Gestum er í staðinn beint upp og niður sömu megin, þ.e. innan við á þar sem lagt er af stað beint fyrir ofan bílastæðið. Við reiknum með að lokun standi yfir í einhvern tíma meðan tíðarfarið sveiflast á milli frost og þýðu.

Ungmennaskiptaverkefni á Austurlandi

Náttúruskólinn, Vegahúsið og ítölsku ungmennasamtökin Il Cassetto dei Sogni standa að metnaðarfullu ungmennaskiptaverkefni sem fer fram á Austurlandi þessa vikuna. Verkefnið, sem ber nafnið Digital Empowerment in Nature, felur í sér að hópur ítalskra ungmenna heimsækir Austurland og dvelur meðal annars í Snæfellskála, Hallormsstaðaskógi og Fljótsdal.

Markmið verkefnisins er að efla útiveru, umhverfisvitund, náttúruljósmyndun og nýta stafræna tækni til að stuðla að verndun náttúrunnar.

Verkefnið nýtur stuðnings frá VatnajökulsþjóðgarðiSkriðuklaustri/Gunnarsstofnun og Erasmus+ Ísland.

Síðari hluti verkefnisins fer fram í október á Norður-Ítalíu, þar sem ungmennahóparnir tveir munu hittast aftur í fjallahéruðum Ítalíu. Þeir munu kynna sér lífríki og náttúru, halda áfram að vinna með ljósmyndun, og læra um drónaljósmyndun til að fylgjast með náttúrunni og þeim breytingum sem eiga sér stað vegna hnattrænnar hlýnunar.

Fylgjast má með ævintýrum hópsins á Facebook og á Instagram hjá Náttúruskólanum.

hópmynd