Nýtt deiliskipulag fyrir Víðivelli ytri 2 samþykkt

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti á fundi 7. maí 2024 að tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Víðivelli ytri 2 í Fljótsdalshreppi verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast tillöguna á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði, hér á heimassíðu hreppsins og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skilað til skipulagsfulltrúa Fljótsdalshrepps Végarði, 701 Egilsstöðum eða á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is til og með 12. júlí 2024.

Skipulagsfulltrúi Fljótsdalshrepps,
Sveinn Þórarinsson.

29. sveitastjórnarfundur boðaður 07.05.2024

29. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps verður í Végarði 07.05. 2024 klukkan 9:00 

Dagskrá: 

  1. Hengifoss
  2. Fjárhagsstaða fyrsta ársfjórðungs
  3. Deiliskipulag Hamborgar
  4. Umhverfisstyrkir
  5. Skyldur sveitafélaga við smölun ágangsfjár
  6. Búsetuminjaverkefnið
  7. Stuttmyndaverkefnið-Aðeins kona.
  8. Þjónustusamningur við Fljótsdalsgrund
  9. Fundargerðir:
  1. Skipulags-og byggingarnefndar 3.5.2024
  2. Verkfundar 13 Hengifoss 17.4.2024
  3. Almannavarna 22.4.2024
  4. Heilbrigðisnefndar austurlands 11.4.2024
  5. Samtaka orkusveitarfélaga 21.3.2024 og 8.4.2024
  6. Fundargerðir SSA og Austurbrúar 16.4.2024
  7. Sambands íslenskra sveitarfélaga 19.4.2024
  8. Ferðaklasi upphéraðs 18.4.2024
  1. Skýrsla sveitarstjóra
  2. Önnur mál

 

Oddviti

Lárus Heiðarsson