Grenndarkynning vegna tímabundinnar uppsetningar á veðurmælingamöstrum

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti á fundi 6. febrúar 2024 að auglýsa
grenndarkynningu vegna tímabundinnar uppsetningar á veðurmælingamöstrum í
samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast tillöguna á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði og á
heimasíðu þess www.fljótsdalur.is og einnig í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera
athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skilað til skipulagsfulltrúa
Fljótsdalshrepps Végarði, 701 Egilsstöðum eða á netfangið
fljotsdalshreppur@fljótsdalur.is til og með 23. mars 2024.

Hér er hægt að nálgast grenndarkynninguna vegna tímabundinnar uppsetningar á veðurmælingamöstrum

Hér er hægt að nálgast almenna kynningu á veðurmöstrunum

Skipulagsfulltrúi Fljótsdalshrepps
Sveinn Þórarinsson

 

 

26. sveitastjórnarfundur boðaður 06.02.2024

26. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 6.2. 2024, kl. 9:00 í Snæfellsstofu

Dagskrá:

1. Samningur við Kvasir um tæknibúnað við Hengifoss
2. Þjónustusamningur við Gunnarsstofnun
3. Samningur um lóð Fljótsdalsgrundar
4. Samningur um ferðavefinn hengifoss.is
5. Greinargerð um breytingar á aðalskipulagi-drög
6. Greinargerð um deiliskipulag í Hamborg-drög.
7. Vegagerð í Norðurdal
8. Drög að starfslýsingu verkefnastjóra við Hengifoss
9. Umhverfisstyrkur á Brekku
10. Fundargerðir:
a. Byggingar-og skipulagsnefndar 2.2.2024
b. Stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga 12.1.2024
c. Samtaka orkusveitarfélaga 10.1.2024
d. Almannavarna Austurlands 29.1.2024

11. Bréf Héraðsskjalasafns um stafræn málefni.
12. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála, varðar sorphreinsun
13. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
14. Hugmynd að lóð fyrir hótelbyggingu höfð í skipulagstillögu.
15. Skýrsla sveitarstjóra
16. Önnur mál

 

Oddviti
Lárus Heiðarsson

Opnunartími skrifstofu hreppsins

Skrifstofa hreppsins er lokuð út þessa viku v. framkvæmda í Végarði.

Hægt er að ná í sveitarstjóra í síma 8644228.

Mkb Helgi