Ársfundur Samfélagssjóðs Í Fljótsdal

Ársfundur Samfélagssjóðs í Fljótsdal var haldinn í Végarði mánudaginn 9. desember sl. Á fundinum var farið yfir starfsemi sjóðsins á liðnu ári sem og ársreikning 2023. Fyrr á árinu voru samþykktar breytingar á skipulagsskrá sjóðsins og jafnframt samþykkti stjórn á fundi sínum 9. desember nýjar úthlutunarreglur. Breytingarnar á skipulagsskrá og úthlutunarreglum eru hugsaðar til þess að einfalda starf sjóðsins og rekstur hans. Uppfærða skipulagsskrá, úthlutunarreglur og fundargerðir sjóðsins má nálgast hér á vefnum.

Jafnframt verða nú um áramót að verða breytingar í stjórn sjóðsins, en Brynjar Darri Sigurðsson Kjerúlf og Páll Baldursson koma inn í stjórnina í stað Signýjar Ormarsdóttur og Lárusar Heiðarsonar.

 

Hægt er að nálgast fundargerðina frá Ársfundinum hér

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok