Ársfundur Samfélagssjóðs Í Fljótsdal

Ársfundur Samfélagssjóðs í Fljótsdal var haldinn í Végarði mánudaginn 9. desember sl. Á fundinum var farið yfir starfsemi sjóðsins á liðnu ári sem og ársreikning 2023. Fyrr á árinu voru samþykktar breytingar á skipulagsskrá sjóðsins og jafnframt samþykkti stjórn á fundi sínum 9. desember nýjar úthlutunarreglur. Breytingarnar á skipulagsskrá og úthlutunarreglum eru hugsaðar til þess að einfalda starf sjóðsins og rekstur hans. Uppfærða skipulagsskrá, úthlutunarreglur og fundargerðir sjóðsins má nálgast hér á vefnum.

Jafnframt verða nú um áramót að verða breytingar í stjórn sjóðsins, en Brynjar Darri Sigurðsson Kjerúlf og Páll Baldursson koma inn í stjórnina í stað Signýjar Ormarsdóttur og Lárusar Heiðarsonar.

 

Hægt er að nálgast fundargerðina frá Ársfundinum hér