Nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð í landi Hamborgar

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti á fundi 7. maí 2024 að tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð í landi Hamborgar í Fljótsdalshreppi verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast tillöguna á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði, á heimasíðu þess www.fljotsdalur.is og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skilað til skipulagsfulltrúa Fljótsdalshrepps Végarði, 701 Egilsstöðum eða á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is til og með 12. júlí 2024.

Hér er hægt að nálgast nýja deiliskipulagið í landi Hamborgar

Hér er hægt að nálgast greinargerðina.

Skipulagsfulltrúi Fljótsdalshrepps,
Sveinn Þórarinsson.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok