Nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð í landi Hamborgar

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti á fundi 7. maí 2024 að tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð í landi Hamborgar í Fljótsdalshreppi verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast tillöguna á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði, á heimasíðu þess www.fljotsdalur.is og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skilað til skipulagsfulltrúa Fljótsdalshrepps Végarði, 701 Egilsstöðum eða á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is til og með 12. júlí 2024.

Hér er hægt að nálgast nýja deiliskipulagið í landi Hamborgar

Hér er hægt að nálgast greinargerðina.

Skipulagsfulltrúi Fljótsdalshrepps,
Sveinn Þórarinsson.