Íbúar Fljótsdalshrepps

Verið er að losa út notaða  húsmuni í eigu Fljótsdalshrepps ,  sem verið hafa í gistihúsum við Végarð.

Munirnir verða fluttir yfir í Végarð og þangað geta íbúar komið,   skoðað og séð hvort þar er eitthvað sem þeir hefðu hug á að eignast sér að kostnaðarlausu.

Um er að ræða fataskápa, hillur, sófaborð, kommóður, eldhúsinnréttingar, stólar, sófar, svefnsófi og fleira .

Hægt er að skoða munina  ( og merkja sér  það sem áhugi er á )  í Végarði  sunnudag 31. mars á milli kl. 13 og 16 , mánudag 1.apríl  milli kl. 9 og 16 og þriðjudag 2. apríl kl. 9-12 . Utan þessa   skoðunartíma, er hægt að skoða munina, ef einhver er við í Végarði.

Mununum verður  ráðstafað til nýrra eigenda , að loknum skoðunartíma.

Oddviti Fljótsdalshrepps

 

 

                

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok