Íbúar Fljótsdalshrepps

Verið er að losa út notaða  húsmuni í eigu Fljótsdalshrepps ,  sem verið hafa í gistihúsum við Végarð.

Munirnir verða fluttir yfir í Végarð og þangað geta íbúar komið,   skoðað og séð hvort þar er eitthvað sem þeir hefðu hug á að eignast sér að kostnaðarlausu.

Um er að ræða fataskápa, hillur, sófaborð, kommóður, eldhúsinnréttingar, stólar, sófar, svefnsófi og fleira .

Hægt er að skoða munina  ( og merkja sér  það sem áhugi er á )  í Végarði  sunnudag 31. mars á milli kl. 13 og 16 , mánudag 1.apríl  milli kl. 9 og 16 og þriðjudag 2. apríl kl. 9-12 . Utan þessa   skoðunartíma, er hægt að skoða munina, ef einhver er við í Végarði.

Mununum verður  ráðstafað til nýrra eigenda , að loknum skoðunartíma.

Oddviti Fljótsdalshrepps