Auglýsing á niðurstöðu sveitarstjórnar

Breyting á Aðalskipulag Fljótsdalshrepps 2014-2030, ný efnistökusvæði.

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti þann 15.03 2019,   tillögu að breytingu á  Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 , vegna 4 nýrra efnistökusvæða á sunnanverðri Fljótsdalsheiði, í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir við Kröflulínu 3. Tillagan var auglýst frá 09.01 2019 til og með 20.02 2019 . Engar athugasemdir bárust og  gáfu umsagnir umsagnaraðila  ekki tilefni til efnislegra breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Umsagnir sem bárust og viðbrögð við  þeim er hægt að kynna sér á skrifstofu  Fljótsdalshrepps í Végarði og á heimasíðu sveitarfélagsins, undir Skipulags- og byggingarmál -annað.

Oddviti Fljótsdalshrepps

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok