Auglýsing á niðurstöðu sveitarstjórnar

Breyting á Aðalskipulag Fljótsdalshrepps 2014-2030, ný efnistökusvæði.

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkti þann 15.03 2019,   tillögu að breytingu á  Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030 , vegna 4 nýrra efnistökusvæða á sunnanverðri Fljótsdalsheiði, í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir við Kröflulínu 3. Tillagan var auglýst frá 09.01 2019 til og með 20.02 2019 . Engar athugasemdir bárust og  gáfu umsagnir umsagnaraðila  ekki tilefni til efnislegra breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Umsagnir sem bárust og viðbrögð við  þeim er hægt að kynna sér á skrifstofu  Fljótsdalshrepps í Végarði og á heimasíðu sveitarfélagsins, undir Skipulags- og byggingarmál -annað.

Oddviti Fljótsdalshrepps