Úthlutun styrkja úr Samfélagssjóði Fljótsdals

Samfélagagssjóður Fljótsdals úthlutaði styrkjum í annað sinn fimmtudaginn 8. mars 2021 í Óbyggðasetrinu. Áherslur sjóðsins féllu að þremur megin áherslumarkmiðum Samfélagsverkefnisins Fagrar framtíðar í Fljótsdal: 1) Sjálbær landbúnaður og nýting náttúruauðlinda. 2) Einstök náttúra og saga og 3) tækifæri til framtíðar. Alls bárust 30 umsóknir til sjóðsins. Heildar upphæð verkefna var um 75 milljónir króna og styrkupphæð um 36 milljónir. Að þessu sinni var úthlutað 12,8 milljónum í verkefni. Allar nánari upplýsingar um sjóðinn má finn hér á síðunni undir Samfélagsverkefni. Sjá yfirlit styrkhafa og verkefna hér.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok