Byggðakjarni í Fljótsdal - Skoðunarferð

Kærar þakkir til allra þeirra sem tókuð þátt í fjarfundinum með Páli Líndal á miðvikudaginn þegar hann kynnti frumdrög að skipulagstillögum að byggðarkjarna í Fljótsdal. Okkur langar núna til að fara um þessi þrjú svæði – skoða, spá og spekulera.

Stefnt er að því að hittast fyrst á Skógarbalanum/Kirkjuhamrinum við Vallholt, kl. 10:00 laugardaginn 14. nóvember. Ágætt að leggja við túnvegi neðan undir eikunum. Síðan verður haldið að Hjarðarbóli og að lokum farið um Húsateig.

Allir hjartanlega velkomnir  – munið; góðir skór og hlýr fatnaður 😉

P.s. þið megið endilega láta alla áhugasama vita um þennan úti viðburð. Við minnum á 2 metra regluna og helstu sóttvarnarreglur.

Sjáumst!

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok