Byggðakjarni í Fljótsdal - Skoðunarferð

Kærar þakkir til allra þeirra sem tókuð þátt í fjarfundinum með Páli Líndal á miðvikudaginn þegar hann kynnti frumdrög að skipulagstillögum að byggðarkjarna í Fljótsdal. Okkur langar núna til að fara um þessi þrjú svæði – skoða, spá og spekulera.

Stefnt er að því að hittast fyrst á Skógarbalanum/Kirkjuhamrinum við Vallholt, kl. 10:00 laugardaginn 14. nóvember. Ágætt að leggja við túnvegi neðan undir eikunum. Síðan verður haldið að Hjarðarbóli og að lokum farið um Húsateig.

Allir hjartanlega velkomnir  – munið; góðir skór og hlýr fatnaður 😉

P.s. þið megið endilega láta alla áhugasama vita um þennan úti viðburð. Við minnum á 2 metra regluna og helstu sóttvarnarreglur.

Sjáumst!