PLOKK DAGURINN og úrbótaganga

Stóra plokkhelgin 24.-26. apríl .

Dagur umhverfisins laugardaginn 25. apríl. Takið myndir og setjið inn á fésbók ykkar eða sendið á: asdis@austurbru.is

Við hvetjum alla til að tína rusl á stóra plokkdeginum! Við tínum rusl með öllum vegum, við eigin landareign og/eða vinnustað, röðum upp lausum munum og tækjum. Minnum á gámasvæðið.

Við hlýðum Víði og munum því ekki koma saman, heldur dreifa okkur í tíma og rúmi. Pössum upp á 2 m regluna og hugum að sóttvörnum. Gott að vera í fjölnota hönskum.

Úrbótaganga.

Við hvetjum alla sem leið eiga um Fljótsdalinn að skrá það sem laga má í umhverfinu í Úrbótaganga.is. Tilgangurinn er að bæta ásýnd samfélagsins og gera upplifun íbúa og gesta ánægjulegri.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok