PLOKK DAGURINN og úrbótaganga
Stóra plokkhelgin 24.-26. apríl .
Dagur umhverfisins laugardaginn 25. apríl. Takið myndir og setjið inn á fésbók ykkar eða sendið á: asdis@austurbru.is
Við hvetjum alla til að tína rusl á stóra plokkdeginum! Við tínum rusl með öllum vegum, við eigin landareign og/eða vinnustað, röðum upp lausum munum og tækjum. Minnum á gámasvæðið.
Við hlýðum Víði og munum því ekki koma saman, heldur dreifa okkur í tíma og rúmi. Pössum upp á 2 m regluna og hugum að sóttvörnum. Gott að vera í fjölnota hönskum.
Úrbótaganga.
Við hvetjum alla sem leið eiga um Fljótsdalinn að skrá það sem laga má í umhverfinu í Úrbótaganga.is. Tilgangurinn er að bæta ásýnd samfélagsins og gera upplifun íbúa og gesta ánægjulegri.