Kynningarfundir

Þjóðgarður á miðhálendinu

Kynningarfundur þverpólitískrar nefndar

 Þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu boðar til opins fundar um vinnu nefndarinnar.

Á fundinum verður farið yfir verkefni nefndarinnar fram til þessa, ásamt því að ræða lokaskrefin í vinnu hennar.

Nefndin mun skila lokaskýrslu með tillögum sínum til umhverfis- og auðlindaráðherra í september næstkomandi.                                                                                                                                                                               Fundurinn er öllum opinn og fer fram í Nýheimum á Höfn 21. ágúst næstkomandi.

         Fundurinn hefst kl. 20:00 og áætlað er að honum ljúki um 21:30.

 

Þann 22. ágúst næstkomandi stendur heilbrigðisráðherra fyrir opnum kynningarfundi um heilbrigðisstefnuna í heilbrigðisumdæmi Austurlands í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Austurlands. Fundurinn verður haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum og stendur frá kl. 17.00 – 19.00.

Á fundinum verður fjallað um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í dreifðari byggðum landsins.

Dagskrá fundarins:

  • Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - Kynning á heilbrigðisstefnu
  • Guðjón Hauksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands – Sýn forstjóra
  • María Heimisdóttir forstjóri SÍ - Áhrif heilbrigðisstefnu á hlutverk og starfsemi SÍ
  • Pallborð: Auk frummælenda taka þátt í pallborðsumræðum þau Elsa B. Friðfinnsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og Hildur Þórisdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfirði.

Fundarstjóri er Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs

Streymt verður frá fundinum á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands https://www.hsa.is/

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.Heilbrigðisstefna

 

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok