Kynningarfundir

Þjóðgarður á miðhálendinu

Kynningarfundur þverpólitískrar nefndar

 Þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu boðar til opins fundar um vinnu nefndarinnar.

Á fundinum verður farið yfir verkefni nefndarinnar fram til þessa, ásamt því að ræða lokaskrefin í vinnu hennar.

Nefndin mun skila lokaskýrslu með tillögum sínum til umhverfis- og auðlindaráðherra í september næstkomandi.                                                                                                                                                                               Fundurinn er öllum opinn og fer fram í Nýheimum á Höfn 21. ágúst næstkomandi.

         Fundurinn hefst kl. 20:00 og áætlað er að honum ljúki um 21:30.

 

Þann 22. ágúst næstkomandi stendur heilbrigðisráðherra fyrir opnum kynningarfundi um heilbrigðisstefnuna í heilbrigðisumdæmi Austurlands í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Austurlands. Fundurinn verður haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum og stendur frá kl. 17.00 – 19.00.

Á fundinum verður fjallað um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í dreifðari byggðum landsins.

Dagskrá fundarins:

  • Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - Kynning á heilbrigðisstefnu
  • Guðjón Hauksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands – Sýn forstjóra
  • María Heimisdóttir forstjóri SÍ - Áhrif heilbrigðisstefnu á hlutverk og starfsemi SÍ
  • Pallborð: Auk frummælenda taka þátt í pallborðsumræðum þau Elsa B. Friðfinnsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og Hildur Þórisdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfirði.

Fundarstjóri er Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs

Streymt verður frá fundinum á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands https://www.hsa.is/

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.Heilbrigðisstefna