Lokun skrifstofu

Skrifstofa Fljótsdalshrepps verður lokuð föstudaginn 11. mars 2022.

Verkefnastjóri Fagrar framtíðar verðu ekki í Végarði daganna 14.-21. mars en svarar pósti og verður aðgengileg í síma og fjarfundum 14.-16. mars.

Ársskýrsla Fagrar framtíðar í Fljótsdal

Í Fljótsdal er unnið að samfélagsverkefni sem ber nafnið Fögur framtíð í Fljótsdal. Árlega eru haldin samfélagsþing sem marka verkefnaáherslur í átt að sameiginlegri framtíðarsýn.  Nú er komin út ársskýrsla verkefnisins fyrir 2021.

Hægt er að skoða hana hér

Undirritun viljayfirlýsingar um samstarf

Undirituð hefur verið viljayfirlýsing um samstarf á milli Fljótsdalshrepps og Copenhagen Infrastructure Energy Transition Fund um samstarf og rannsóknir á mögulegri uppbyggingu og reksturs vindorkugarðs í Fljótsdalshreppi. Samhliða að eiga samstarf um að skoða tækifæri til þróunar og uppbyggingar á annarri atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu sem tengist verkefninu beint eða óbeint s.s. vegna tækninýjunga, hráefna sem til falla eða hagkvæmrar nýtingar raforku.

Sjá yfirlýsingu.

Ársreikningur Fljótsdalshrepps 2021

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hefur samþykkt ársreikning 2021. Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu 224,1 mkr. og rekstrargjöld 244,5 mkr. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 1,6 mkr. Rekstrarniðurstaða ársins er því neikvæð um 63,8 mkr.

Það er mat sveitarstjórnar að áhrif Covid-19 faraldsins hafi haft óveruleg áhrif á rekstur og reikningsskil sveitarfélagsins. Sveitarfélagið jók útgjöld sín á árinu til að mæta almennri niðursveiflu í hagkerfinu í takt við áskoranir stjórnvalda. Áhrifanna mun gæta áfram en sveitarstjórn telur að faraldurinn muni ekki hafa teljandi áhrif á afkomu sveitarfélagsins eða getu þess til að standa við fjárhagslegar skuldbindingar sínar. 

Peningalegar eignir sveitarfélagsins í árslok námu 281,2 mkr. og skuldir samtals 32,9 mkr. Peningalegar eignir umfram skuldir námu því 248,3 mkr.  

Hér má sjá ársreikning Fljótsdalshrepps.

74. sveitarstjórnarfundur Fljótsdalshrepps boðaður 1. mars.

  1. fundur sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, Végarði 1.3. 2022, kl. 13:30 

Dagskrá:

  1. Ársreikningar Fljótsdalshrepps 2021, síðari umræða. Sigurður Álfgeir Sigurðarson
  2. Samningur við Austurbrú. Jóna Árný Þórðardóttir, Signý Ormarsdóttir, Ásdís Helga Bjarnadóttir
  3. Samningur um Óbyggðasetrið. Steingrímur Karlsson
  4. Fundargerðir:
    1. Samfélagsnefndar 17.2. 2022
    2. Stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 4.2.2022
    3. Um stofnun sjálfseignarstofnunar sveitarfélaga 26.1.2022
    4. Ársala 2.2. 2022
    5. Almannavarna 7.2.2022
    6. Almannavarna 21.2.2022
  1. Stefna Lögreglunnar á Austurlandi 2022
  2. Grenjavinnsla
  3. Skýrsla sveitarstjóra
  4. Önnur mál

Oddviti Fljótsdalshrepps

Jóhann F. Þórhallsson

73. sveitarstjórnarfundur boðaður 18. febrúar 2022 kl 13:30

Næsti sveitarstjórnarfundur Fljótsdalshrepps verður haldinn í Végarði 18.2.2022, kl. 13:30

Dagskrá:

  1. Félagsmálasamnignur
  2. Viljayfirlýsing um vindorkugarð. Kristinn Bjarnason
  3. Umhverfisstefna
  4. Smávirkjanir
  5. Fundargerðir:
    1. Almannavarna 24.1.2022
    2. Almannavarna 28.1.2022
    3. Stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga 14.1.2022
    4. Vatnajökulsþjóðgarður, svæðisráð austursvæðis 13.1.2022
  6. Skýrsla sveitarstjóra
  7. Önnur mál

Oddviti Fljótsdalshrepps

Jóhann F. Þórhallsson