Nýr verkefnastjóri við áningarstaðinn Hengifoss ráðinn til starfa.

Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Helgu Eyjólfsdóttur um starf verkefnisstjóri við Hengifoss.
Um starfið sóttu 26 einstaklingar og þar af voru fjórir menntaðir ferðamálafræðingar. 
Umsóknir voru vandaðar og margir öflugir einstaklingar meðal umsækjenda. Umsækjendum öllum er þakkað fyrir að sýna starfinu áhuga.

Helga Eyjólfsdóttir er m.a. menntuð sem ferðamálafræðingur og hefur víðtæka reynslu úr ferðamálageiranum.
Þá hefur hún góða staðþekkingu auk þess að hafa unnið lokaverkefni sitt í ferðamálanáminu um Hengifoss. Við bjóðum Helgu velkomna til starfa!

 

IMG 7405