Samfélagssjóður Fljótsdals auglýsir eftir umsóknum

Markmið sjóðsins er að styrkja fjárhagslega verkefni á sviði atvinnu, nýsköpunar, umhverfis, velferðar eða menningar sem stuðla að jákvæðri samfélagsþróun og/eða eflingu atvinnulífs í Fljótsdalshreppi. Einstaklingar, félög og aðrir lögaðilar geta sótt um styrki úr sjóðnum óháð búsetu ef verkefni uppfylla markmið sjóðsins. Til úthlutunar núna eru allt að 7,5 mkr.

Allar upplýsingar um sjóðinn, úthlutunarreglur og umsóknareyðublað má finna á fljotsdalur.is Umsóknum skal skilað rafrænt á palli@austurbru.is fyrir kl. 23:00 þriðjudaginn 6. júní 2023.

Nánari upplýsingar og aðstoð veitir Páll Baldursson verkefnastjóri hjá Austurbrú palli@austurbru.is eða í síma 896-6716