Íbúafundur í Végarði

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps, í samstarfi við Orkugarða Austurlands, boðar til íbúafundar til kynningar á hugmyndum um byggingu og starfrækslu vindorkugarðs í sveitarfélaginu. Fundurinn verður haldinn í Végarði þriðjudaginn 29. mars kl 17:00. Dagskrá:

1. Viljayfirlýsing um samstarf á milli Fljótsdalshrepps og Orkugarða Austurlands. Framsaga: Helgi Gíslason og Kristinn Bjarnason.

2. Vindorkugarður í Fljótsdal og rafeldsneytisverkmiðja á Reyðarfirði. Framsaga: Anna-Lena Jeppesen, Magnús Bjarnason og Helgi Jóhannesson.

3. Fyrirspurnir og umræður.

Bestu kveðjur Helgi