Ársreikningur Fljótsdalshrepps 2021

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hefur samþykkt ársreikning 2021. Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu 224,1 mkr. og rekstrargjöld 244,5 mkr. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 1,6 mkr. Rekstrarniðurstaða ársins er því neikvæð um 63,8 mkr.

Það er mat sveitarstjórnar að áhrif Covid-19 faraldsins hafi haft óveruleg áhrif á rekstur og reikningsskil sveitarfélagsins. Sveitarfélagið jók útgjöld sín á árinu til að mæta almennri niðursveiflu í hagkerfinu í takt við áskoranir stjórnvalda. Áhrifanna mun gæta áfram en sveitarstjórn telur að faraldurinn muni ekki hafa teljandi áhrif á afkomu sveitarfélagsins eða getu þess til að standa við fjárhagslegar skuldbindingar sínar. 

Peningalegar eignir sveitarfélagsins í árslok námu 281,2 mkr. og skuldir samtals 32,9 mkr. Peningalegar eignir umfram skuldir námu því 248,3 mkr.  

Hér má sjá ársreikning Fljótsdalshrepps.