Menntun og velferð

Fljótsdalshreppur býður ungu fólki í leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla á Fljótsdalshéraði í gegnum þjónustusamning við Múlaþing. Umsóknir um skólavist fara í gegnum heimasíðu Múlaþings, undir Mínar síður.

Skólaakstur
Sveitarfélagið kemur til móts við skólaakstur allt eftir aðstæðum hverju sinni í upphafi námsanna og miðað við óskir um skólagöngu.

Vinnuskóli
Fljótsdalshreppur starfrækir vinnuskóla fyrir unglinga 14 til 16 ára þegar þörf er á.

Störf án staðsetningar
Fljótsdalshreppur, Snæfellsstofa og Gunnarsstofnun geta ef leitað er eftir því veitt aðstöðu til náms og starfa. Fljótsdalshreppur býður fram Végarð með borði, stól og nettengingu sjá Végarður á heimasíðunni (tenging yfir á efni á síðu kaflann).  Snæfellsstofa getur boðið fram aðstöðu á ákveðnum tímum ársins. Þjóðgarðsvörður veitir nánari upplýsingar um þá aðstöðu. Hjá Gunnarsstofnun er gestaíbúð til útlegu fyrir lista- og fræðimenn, sjá nánar á heimasíðu Skriðuklausturs.   

Leikskólar

Leikskólinn er fyrsta skólastig menntakerfisins og þeir starfa samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, reglugerð um starfsemi leiksskóla nr. 655/2009 og aðalnámskrá leikskóla útgefinni af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Leikskólarnir eru þrír, Tjarnarskógur á Egilsstöðum, Hádegishöfði í Fellabæ og í Brúarásskóla 

Grunnskólar

Grunnskóli er ætlaður öllum börnum á aldreinum 6-16 ára. Grunnskólarnir starfa eftir lögum um grunnskóla frá 2008 og reglugerðum sem þeim fylgja.

Grunnskólarnir eru þrír: Egilsstaðaskóli, Fellaskóli og Brúarársskóli 

Tónlistarskólar

Tónlistaskóli er opin nemendum á grunnskóla aldri. Hlutverk skólanna er að stuðla að öflugu tónlistarlífi, að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga. Upplýsingar um innritun og nám er hjá skólastjórum. Skólarnir eru tveir, Tónlistaskólinn á Egilsstöðum og Tónlistaskólinn í Fellabæ 

Framhaldsskólar

Á Austurlandi eru tveir framhaldsskólar og einn skóli sem bíður upp á nám á fjórða hæfniþrepi. Skólarnir vinna eftir framhaldsskólalögunum nr. 92/2008 og aðalnámsskrá útgefinni af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Allir sem lokið hafa grunnskóla eða eru orðnir 16 ára eiga rétt á að innritast í framhaldsskóla.

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Skólinn var settur á Egilsstöðum 14. október árið 1979. Við skólann er rekin heimavist og mötuneyti, fyrir um 130 manns. Nám skólans skiptist í fjórar spannir þar sem nemendur einbeita sér að færri námsgreinum í einu og ljúka áföngum á skemmri tíma. Samhliða eru boðnir fram verkefnatímar með mætingaskyldu þar sem nemendur velja sjálfir hvaða námsgrein þeir sinna undir verkstjórn kennara.

Mjög öflugt félagslíf er við skólann sem nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum stýrir.

Í nálægð er einstök íþróttaaðstaða; 25 m sundlaug og pottar, löglegur körfuboltavöllur og fimleikahöll,  útisvæði fyrir körfubolta og Vilhjálmsvöllur sem er frjálsíþrótta- og knattspyrnuvöllur.

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans  Sími: 471 2500

Verkmenntaskóli Austurlands (www.va.is)

Skólinn er staðsettur á Neskaupstað. Verkmenntaskóli  Austurlands er eini skólinn á austanverðu landinu sem gefur nemendum kost á að leggja stund á nám á iðn- og starfsnámsbrautum auk bóknámsbrauta. Skólinn leggur áherslu á að bjóða uppá fjölbreytt nám og mæta ólíkum áhugasviðum og hæfileikum nemenda. Sérstakt tillit er tekið til austfirsks samfélags í skólastarfinu og því er lög áhersla á góð tengsl við aðra skóla, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök í landshlutanum.

Heimavist og mötuneyti eru við skólann. Boðið er upp á skólaaksturs innan Fjarðabyggðar.

Allar nánari upplýsingar eru á heimsíðu skólans. Sími: 477 1620

 

Hallormsstaðaskóli 

Skólinn leggur áherslu á nám í sjálfbærni og sköpun. Námið er bæði verklegt og bóklegt, þverfaglegt og krefjandi. Kennslan er nútímaleg og fjölbreytt með gagnvirkum kennsluháttum og launamiðuðu námi. Áhersla er á tæknilega færni og sjálfstæða verkefnavinnu nemenda og að þeir tileinki sér skapandi og gagnrýna hugsun þar sem framkvæmd og fræði eru tengd saman.

Heimavistarherbergi eru 14 og dreifast á þrjár hæðir skólans. Kennslueldhús og verkrými eru á fyrstu hæð skólans.

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans; Sími 471 1761

Háskólanám

Háskólanám

Einstaklingar sem skráðir eru í háskóla landsins geta fengið aðgang að námsveri þar sem er lesaðstaða, nettenging og fjarfundarbúnaður hjá Austurbrú ses. Hjá Austurbrú eru veittar leiðbeiningar varðandi nám, s.s. um námstækni, skipulag verkefna og ráðgjöf vegna prófkvíða, bæði til verðandi nemenda og þeirra sem eru í námi. Þar geta nemar einnig tekið próf. Starfsstöðvar Austurbrúar eru á Vopnafirði, Borgarfirði eystri, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Neskaupsstað og á Djúpavogi. Auk þess er vinnuaðstaða til boða í Végarði í Fljótsdal. 

 

Háskólagrunnur HR

Samstarf er um að bjóða háskólagrunn Háskólans í Reykjavík á Austurlandi en námið er fyrir þá sem hafa reynslu úr atvinnulífinu og ákveðinn bóklegan undirbúning eða iðnmenntun. Háskólagrunnurinn er einkum fyrir þá sem stefna á verk- og tænifræði, viðskipta- eða tölvunarfræði. Staðbundna fyrirlestra og verklega þjálfun er hægt að taka við Háskólann á Akureyri með samkomulagi þar um.

  

University of the Highlands and Islands

Unnið er að samkomulagi milli Múlaþings og háskólans UHI í Skotlandi að bjóða fram nám á háskólastigi en megin áhersla skólans er á fjarnám á mjög fjölbreyttu sviði. Nánari upplýsingar um námsframboð skólans https://www.uhi.ac.uk/ Horft er til þess að nýta hér heima fyrir námsverk, námsaðstöðu.

  • Leikskólar

    Leikskólinn er fyrsta skólastig menntakerfisins og þeir starfa samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, reglugerð um starfsemi leiksskóla nr. 655/2009 og aðalnámskrá leikskóla útgefinni af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

    Leikskólarnir eru þrír, Tjarnarskógur á Egilsstöðum, Hádegishöfði í Fellabæ og í Brúarásskóla 

  • Grunnskólar

    Grunnskóli er ætlaður öllum börnum á aldreinum 6-16 ára. Grunnskólarnir starfa eftir lögum um grunnskóla frá 2008 og reglugerðum sem þeim fylgja.

    Grunnskólarnir eru þrír: Egilsstaðaskóli, Fellaskóli og Brúarársskóli 

  • Tónlistarskólar

    Tónlistaskóli er opin nemendum á grunnskóla aldri. Hlutverk skólanna er að stuðla að öflugu tónlistarlífi, að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga. Upplýsingar um innritun og nám er hjá skólastjórum. Skólarnir eru tveir, Tónlistaskólinn á Egilsstöðum og Tónlistaskólinn í Fellabæ 

  • Framhaldsskólar

    Á Austurlandi eru tveir framhaldsskólar og einn skóli sem bíður upp á nám á fjórða hæfniþrepi. Skólarnir vinna eftir framhaldsskólalögunum nr. 92/2008 og aðalnámsskrá útgefinni af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Allir sem lokið hafa grunnskóla eða eru orðnir 16 ára eiga rétt á að innritast í framhaldsskóla.

    Menntaskólinn á Egilsstöðum
    Skólinn var settur á Egilsstöðum 14. október árið 1979. Við skólann er rekin heimavist og mötuneyti, fyrir um 130 manns. Nám skólans skiptist í fjórar spannir þar sem nemendur einbeita sér að færri námsgreinum í einu og ljúka áföngum á skemmri tíma. Samhliða eru boðnir fram verkefnatímar með mætingaskyldu þar sem nemendur velja sjálfir hvaða námsgrein þeir sinna undir verkstjórn kennara.

    Mjög öflugt félagslíf er við skólann sem nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum stýrir.

    Í nálægð er einstök íþróttaaðstaða; 25 m sundlaug og pottar, löglegur körfuboltavöllur og fimleikahöll,  útisvæði fyrir körfubolta og Vilhjálmsvöllur sem er frjálsíþrótta- og knattspyrnuvöllur.

    Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans  Sími: 471 2500

    Verkmenntaskóli Austurlands
    Skólinn er staðsettur á Neskaupstað. Verkmenntaskóli  Austurlands er eini skólinn á austanverðu landinu sem gefur nemendum kost á að leggja stund á nám á iðn- og starfsnámsbrautum auk bóknámsbrauta. Skólinn leggur áherslu á að bjóða uppá fjölbreytt nám og mæta ólíkum áhugasviðum og hæfileikum nemenda. Sérstakt tillit er tekið til austfirsks samfélags í skólastarfinu og því er lög áhersla á góð tengsl við aðra skóla, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök í landshlutanum.

    Heimavist og mötuneyti eru við skólann. Boðið er upp á skólaaksturs innan Fjarðabyggðar.

    Allar nánari upplýsingar eru á heimsíðu skólans. Sími: 477 1620

     

    Hallormsstaðaskóli 
    Skólinn leggur áherslu á nám í sjálfbærni og sköpun. Námið er bæði verklegt og bóklegt, þverfaglegt og krefjandi. Kennslan er nútímaleg og fjölbreytt með gagnvirkum kennsluháttum og launamiðuðu námi. Áhersla er á tæknilega færni og sjálfstæða verkefnavinnu nemenda og að þeir tileinki sér skapandi og gagnrýna hugsun þar sem framkvæmd og fræði eru tengd saman.

    Heimavistarherbergi eru 14 og dreifast á þrjár hæðir skólans. Kennslueldhús og verkrými eru á fyrstu hæð skólans.

    Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans; Sími 471 1761

  • Háskólanám

    Einstaklingar sem skráðir eru í háskóla landsins geta fengið aðgang að námsveri þar sem er lesaðstaða, nettenging og fjarfundarbúnaður hjá Austurbrú ses. Hjá Austurbrú eru veittar leiðbeiningar varðandi nám, s.s. um námstækni, skipulag verkefna og ráðgjöf vegna prófkvíða, bæði til verðandi nemenda og þeirra sem eru í námi. Þar geta nemar einnig tekið próf. Starfsstöðvar Austurbrúar eru á Vopnafirði, Borgarfirði eystri, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Neskaupsstað og á Djúpavogi. Auk þess er vinnuaðstaða til boða í Végarði í Fljótsdal. 

     

    Háskólagrunnur HR

    Samstarf er um að bjóða háskólagrunn Háskólans í Reykjavík á Austurlandi en námið er fyrir þá sem hafa reynslu úr atvinnulífinu og ákveðinn bóklegan undirbúning eða iðnmenntun. Háskólagrunnurinn er einkum fyrir þá sem stefna á verk- og tænifræði, viðskipta- eða tölvunarfræði. Staðbundna fyrirlestra og verklega þjálfun er hægt að taka við Háskólann á Akureyri með samkomulagi þar um.

      

    University of the Highlands and Islands

    Unnið er að samkomulagi milli Múlaþings og háskólans UHI í Skotlandi að bjóða fram nám á háskólastigi en megin áhersla skólans er á fjarnám á mjög fjölbreyttu sviði. Nánari upplýsingar um námsframboð skólans https://www.uhi.ac.uk/ Horft er til þess að nýta hér heima fyrir námsverk, námsaðstöðu.