Nefndin starfar eftir samþykkt um afgreiðslur byggingarnefndar Fljótsdalshrepps nr 464/2014. Megin hlutverk nefndarinnar er að fjalla um umsóknir vegna byggingarleyfa og skipulagsmála. Með nefndinni starfar byggingarfulltrúi sem gefur út byggingarleyfi eftir staðfestingu nefndarinnar. Nefndi gegnir einnig eftirlitshlutverki því tengdu. Nefndina skipa þrír aðalmenn og þrír varamenn sem eru kjörnir til fjögurra ára. Kjörtímabil nefndarinnar er hið sama og sveitarstjórnar.