Sauðfjárrækt en stærsta atvinnugrein landbúnaðarins í Fljótsdalshreppi. Bújarðir með sauðfé eru 12 talsins og fjárfjöldinn um 4700.
Sjá N4 Umfjöllun frá Melarétt í Fljótsdal 2022.
Skógrækt er stunduð á flestum jörðum en bændaskógrækt hófst um 1970 og má segja að Fljótsdalur ásamt Hallormsstað sé vagga lerkiræktunar á Íslandi. Töluvert magn af timbri og jólatrjáa fara því á markað ár hvert.
Hér er yfirlit yfir jarðir í Fljótsdalshrepp og upplýsingar um landbúnaðartengda starfsemi.
Sauðfjárbú
Sauðfjárbú
Sauðfjárbú, hrossarækt
Sauðfjárbú, nautaeldi
Sauðfjárbú
Sauðfjárbú, skógrækt, jólatrjárækt
Sauðfjárbú, vinnsla sauðamjólkurafurða, ferðaþjónusta
Sauðfjárbú
Sauðfjárbú
Sauðfjárbú, verkstæðisþjónusta
Sauðfjárbú, hrossarækt
Skógrækt og jólatrjárækt
Akur- og skógrækt
Skógrækt, jólatrjárækt, ferðaþjónusta
Skógrækt
Útleiga til stéttarfélaga
Skógrækt
Menningarstofnun, fornminjar, veitingastaður
Hrossarækt
Skógrækt
Skógrækt
Eyðibýli
Skógrækt
Skógrækt
Skógrækt, jólatrjárækt
Skógrækt, jólatrjárækt, verktaki, viðarkurlun
Skógrækt, jólatrjárækt
Skógrækt
Skógrækt, jólatrjárækt, viðarvinnsla
Geitfjárrækt, stauravinnsla, sumarhúsahverfi
Skógrækt
Gistiheimilið stendur við Végarð undir hinu stórfenglega Valþjófsstaðafjalli. Veðursæll staður þar sem boðið er upp á fullbúið tjaldstæði með rafmagni, góðri snyrtingu, grillaðstöðu og leiksvæði. Gisting er einnig í boði í tveggja til fjögurra manna herbergjum með uppábúnum rúmum með sér baðherbergi. Nokkur herbergjanna eru með eldunaraðstöðu. Svefnpokapláss er jafnframt í boði og uppábúin rúm með sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi. Stór salur er í húsinu með kamínu þar sem boðinn er fram morgunmatur. Kvöldmatur er í boði frá 18. júní og fram til loka ágúst.
Hengifoss Gistihús er vinsælt til leigu fyrir brúðkaup, ættarmót, starfsmannaferðir og minni fundi. Hægt er að leigja stærri sal í Végarði fyrir samkvæmi.
Sjá nánari upplýsingar um bókanir í s: 865 1683
Netfang: info at hengifossguest.is
Fésbókarsíða: https://www.facebook.com/hengifossguest
Hengifoss Food Truck er matarvagn sem býður á sumrin upp á vöfflur, ís og súpu við Hengifossárgil.
Vagninn stendur utan við gilið, gegnt bílaplaninu þar sem lagt er áður en gengið er upp að Hengifossi. Eigandi Sauðagulls rekur vagninn og veitir þjónustu til þeirra sem koma svangir niður, eða vilja fá sér orkuskot áður en lagt er á brattann. Boðið er uppá vöfflur eftir gamalli uppskrift, matarmiklar súpur og rómaðan ís, þar með talið eina sauðamjólkurísinn á Íslandi. Allt þetta gerum við sjálf og ferskt.
Sjá: https://www.facebook.com/hengifossfoodtruck/about_contact_and_basic_info
Á Skriðuklaustri er Klausturkaffi sem margrómað er fyrir kaffi- og hádegishlaðborð. Íslensk matargerð er í hávegum höfð og lögðu áhersla á hráefni svæðisins, s.s. lambakjöt, hreindýrakjöt, hrútaber og lerkisveppi. Allt er meira og minna heimaunnið og bakað. Opnunartími er sá sami og hjá Gunnarsstofnun. Hópar geta pantað utan hins hefðbundna opnunartíma.
Veitingastaðurinn er á neðri hæð og í sólstofu undir svölum hússins. Rými er fyrir um 50 manns í sæti en í góðviðri er hægt að setjast út undir suðurvegg þar sem skjólgott er og njóta blíðunnar.
Fyrir utan veitingaþjónustu, framleiðir fyrirtækið og selur matarminjagripi. Má þar nefnda Klausturfíflahunang, hvannarsultu, hrútaberjahlaup og hundasúrupestó ásamt fleiru. Vörurnar og myndskreytt spjöld með Uppáhaldsuppskriftum Elísabetu eru til sölu á Skriðuklaustri en einnig fást þær í Snæfellsstofu og Húsi handanna á Egilsstöðum. Hægt er að panta vörurnar með því að senda tölvupóst.
Kjörið er að fara í góðan göngutúr eftir merktum göngu- eða hjólaleiðum í Fljótsdal og njóta svo veitinga í huggulegu umhverfi Klausturkaffis. Nóg er jafnframt að skoða á Skriðuklaustri og nágrenni, s.s. rústir miðaldaklaustursins, klausturgarðinn, sýningar hjá Gunnarsstofnun og Snæfellsstofu.
Sjá upplýsingar um bókanir í s: 471 2992
Netfangið: klausturkaffi at skriduklaustur.is
Fésbókarsíða https://www.facebook.com/klausturkaffi
Nýsköpunarfyrirtækið Könglar er í Fljótsdal. Markmið þess er að nýta með sjálfbærum hætti íslenskar villijurtir í gerð einstakra drykkja og lystaukandi afurðir.
Sjá nánar: https://www.facebook.com/ProjectKonglar
Gistihúsið er á hálendinu norðan við Snæfell um 74 km frá Egilsstöðum. Góður akvegur er þangað en að jafnaði aðeins opin yfir sumarmánuðina. Gisting er fyrir 28 manns og í boði morgunmatur og kvöldmatur. Einnig er hægt að fá þar kaffiveitingar og láta útbúa fyrir sig nesti fyrir lengri og styttri ferðir. Heitar laugar eru á staðnum og frábærar gönguleiðir allt í kring, s.s. Fossaleiðin, Fossahringurinn, Eyjabakkar og Snæfell. Tekið er á móti hópum eftir bókunum yfir vetrarmánuðina.
Sjá nánari upplýsingar um bókanir s: + 354 440 8822
Netfang: info at laugarfell.is
Fésbókarsíða: https://www.facebook.com/Laugarfell
Á Egilsstöðum í Fljótsdal er Óbyggðasetur Íslands. Einstakur og friðsæll staður á innsta bæ í Norðurdal með stærstu óbyggðir Norður Evrópu sem bakgarð. Á Óbyggðasetrinu geta ferðamenn upplifa anda fortíðar í gegnum gistingu, sýningu, veitingar, afþreyingu og ýmsa viðburði. Upplifunin er eftirminnilega enda hvert smáatrið hannað til að leyfa gestum að upplifa fyrri tíma og þá orku og ævintýri sem óbyggðirnar veita. Fjölmargir hópar leggja leið sína þangað í ævintýralegar hvataferðir. Ýmsar lengri pakkaferðir og sérsniðnar ferðir eru í boði s.s. gönguskíðaferðir, fjallaskíðaferðir, hestaferðir, gönguferðir og fjallahjólaferðir.
Á Óbyggðasetrinu eru Náttúruskólinn sem höfðar til barna á öllum aldri. Lifandi fræðsla um náttúru, náttúruvernd, sögu og menningarminjar. Lögð er áhersla á að virkja og þjálfa skapandi hugsun og færni með nýjum nálgunum. Unnið er með styrkleika hvers og eins til að auka sjálfstraust og virkni í gegnum áskoranir og þjálfun í samvinnu.
Sjá upplýsingar um bókanir í s: 4408822/8639494
Netfangið info at wilderness.is
Fésbókarsíða: https://www.facebook.com/wilderness.is
Á Höllustöðum í Fljótsdal er rekin lítil saumastofa sem er í eigu Höllu Auðunardóttur. Helstu verkefni saumastofunnar eru að sérgera fatahlífar(smekki), klúta og náttgalla fyrir börn og fullorðna með sérþarfir. Unnið er með gæðaefni er hentar tilgangi vörunnar. Sérhver vara er hönnuð fyrir hvern og einn einstakling með tillit til þarfar, notkunar og
litavals. Einnig eru sérgerðar buxur fyrir börn og fullorðna, þar sem tekið er tillit til fötlunar, notkunar á hjálpartækjum og vaxtarlags. Unnið er náið með Helgu Rún Pálsdóttur sem er fatahönnuður, klæðskeri og fl.
Sjá nánar á fésbókarsíðu fyrirtækisins: /saumadraumur
Netfang: saumaraumur at gmail.com Sími: 6628787
Sauðagull er staðsett á Egilsstöðum í Fljótsdal. Sauðagull býður upp á matvörur framleiddar úr sauðamjólk, s.s. konfekt, osta og ís. Markmið Sauðagulls er að endurvekja gamalt handverk með því að framleiða einstakar nútímalegar matvörur úr sauðamjólk. Með því er stutt við íslenska sauðfjárrækt og hvatt til þess að nýta þetta holla, bragðgóða og næringarríka hráefni.
Sjá nánar á upplýsingasíðu fyrirtækisins http://www.saudagull.is/
Netfang: saudagull at outlook.com sími 666 4476
Fésbókarsíða: https://www.facebook.com/saudagul er einnig á Instagram.
Skógarafurðir hf er einkarekin úrvinnslustöð skógarafurða, staðsett á Ytri-Víðivöllum 2 í Fljótsdal. Fyrirtækið býður fram úrvals hráefni úr Íslenskum skógum, frá skógarbændum á Austurlandi og í raun öllu landinu. Meðal afurða flettiviður, timbur, klæðningar, pallaefni, panill, eldiviður, o.fl.
Sjá nánar á upplýsingasíðu fyrirtækisins http://www.skogarafurdir.is
Netfang: info at skogarafurdir.is
Fésbókarsíða: https://www.facebook.com/skogarafurdir einnig á Instragram
Skógarbændur í Fljótsdal bjóða til sölu jólatré ár hvert, á mörkuðum en jafnframt bjóða nokkrir þeirra fjölskyldum að koma og fella sitt eigið jólatré. Skógarbændur í Fljótsdal eru aðilar að Félagi skógarbænda á Austurlandi.
Hörður Guðmundsson á Ytri-Víðivöllum í Fljótsdal framleiðir girðingastaura frá skógarbændum á Austurlandi. Hann sinnir jafnframt allri almennri trésmíðavinnu hvort sem er á verkstæði eða utan dyra.
Sími: 8930106 og netfang: samegamli30 at gmail.com
Sveinn Ingimarsson á Sturluflöt í Fljótsdal sinnir allri almennri jarðvinnu og viðarkurlun.
Sími: 8476064 og netfang: sveinn.bondi at gmail.com
Einar Sveinn Friðriksson bifvélavirki og búfræðingur á Valþjófsstað 2 í Fljótsdal veitir alhliða véla- og bílaviðgerðarþjónustu sem og stálsmíði fyrir lausnir í landbúnaði.
Sími: 8440041 og netfang: einaruski at gmail.com
Fljótsdalsstöð er stærst aflstöðva Landsvirkjunnar. Stöðvarhúsið er staðsett neðanjarðar í Valþjófsstaðafjalli og er aðkoman að því um 800 m inni í fjallinu. Frá Hálslóni, miðlunarlóni stöðvarinnar, rennur vatnið í um 40 km aðrennslisgöngum að stöðinni. Fallhæð vatnsins er um 600 m þar af um 400 m í beinni fallhæð rétt við stöðina. Sex hverflar taka við vatninu en stöðin er með um 690 megavatta uppsettu afli og getur unnið 4800 gígavattstundir af rafmagni á ári. Þaðan rennur vatnið um frárennslisgöng og í skurð út í Jökulsá í Fljótsdal neðan við Valþjófsstað. Sjá vef Landsvirkjunar.
Skriðuklaustur er vel þekktur sögustaður og menningarsetur. Þar er að finna rústir miðaldaklausturs frá 16. öld og hægt að fræðast um sögu þess á minjasvæðinu og sýningu í Gunnarshúsi þar sem m.a. er hægt að skoða byggingarnar í sýndarveruleika. Hið einstaka herragarðshús byggði Gunnar Gunnarsson árið 1939 en gaf þjóðinni það níu árum seinna og þar var um áratugaskeið rekin tilraunastöð í landbúnaði. Frá aldamótum hefur húsið hýst starfsemi Gunnarsstofnunar, s.s. sýningar og margvíslega menningarviðburði. Gestir fá persónulega leiðsögn um húsið og eru fræddir um skáldið og sögu staðarins. Gestaíbúð fyrir rithöfunda og listamenn er á Skriðuklaustri sem og hið rómaða veitingahús Klausturkaffi.
Milli Gunnarshúss og Snæfellsstofu er gönguleið með skemmtilegum þrautum, t.d. völundarhúsi og klifurvegg, og í stubba aspartrjáa sem skildir voru eftir við grisjun hafa verið söguð út eyrnamörk sauðfjár.
Nánari upplýsingar og bókanir fyrir hópa í síma +354 471 2990,
Netfangi: klaustur at skriduklaustur.is
Vefsíða Skriðuklausturs er hér
Facebooksíða er hér
Upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs heitir Snæfellsstofa og er í landi Skriðuklausturs. Snæfellsstofa er fyrsta vistvænt vottaða bygging landsins samkvæmt breska umhverfisstaðlinum BREEAM. Landverðir taka vel á móti fólki og upplýsa um svæðið. Í Snæfellsstofu er sýningin Veraldarhjólið sem fjallar um hringrás og mótun náttúrunnar. Áhersla er lögð á samspil gróðurfars og dýralífs á austursvæði þjóðgarðsins, og að hægt sé að snert, lykta og prófa ýmislegt. Gestastofan býður fram fræðsludagskrá sem vert er að kynna sér en hún er aðgengileg á upplýsingasíðum Snæfellsstofu. Reglulega er boðið upp á barnastund og einnig leiðsögn um Hengifossárgilið og Kárahnjúkavirkjun. Auk þess bjóða landverðir endurgjaldslaust upp á kynningar um þjóðgarðinn fyrir stóra og litla hópa. Lítil minjagripaverslun er í Snæfellsstofu.
Sjá nánar á upplýsingasíðum gestastofunnar hér
Sími: 470 0840
Netfang: snaefellsstofa at vjp.is
Facebook síða hér
Kirkjustaðurinn Valþjófsstaður stendur í hlíðarrótum neðan undir Valþjófsstaðafjalli en talið er að kirkja hafi verið þar allt frá því fyrir 1200. Haft hefur verið á orðið að fjallið með sínum klettabeltum leiði fólk að kirkjustaðnum eða fylgi því frá staðnum. Núverandi kirkja var reist á árunum 1957-1966. Breytingar voru gerðar á kirkjunni á árunum 1993-94, þá var reist viðbygging við vesturendainngang kirkjunnar. Þá var turn kirkjunnar einnig gerður reisulegri. Valþjófsstaður er mesti sögustaður á Fljótsdalshéraði og jafnvel í öllum Austfirðingafjórðungi. Á 13. öld sátu þar höfðingjar af ætt Svínfellinga, sem þá ríktu yfir öllu Austurlandi og voru Svínafell í Öræfum, Valþjófsstaður og Hof í Vopnafirði helstu aðsetur þeirra. Þekktastir þessara höfðingja eru Oddur og Þorvarður Þórarinssynir, sem oft eru kallaðir Valþjófsstaðabræður.
Valþjófsstaðahurðin er frægust íslenskra forngripa, ef handritin eru undan skilin, segir Kristján Eldjárn í Afmælisriti Þjóðminjasafnsins 1973. Tvær megin ástæður er fyrir því annars vegar aldurinn hennar, því hurðin er talin vera skorin út af Randalín Filippusdóttur um eða upp úr aldamótunum 1200, og er því með elstu tréskurðarverkum í Evrópu. Hins vegar er myndmál hurðarinnar afar merkilegt. Eftirlíking af hurðinni er á Valþjófsstað. Framan við kirkju er sögusvið Valþjófsstaða sem aðgengilegt er áhugasömum og ágætis bílaplan.