Samfélagsþing Snæfellsstofu, Skriðuklaustri helgina 13.-14. apríl

Hvernig eflum við byggð og samfélag í Fljótsdal og hvað skiptir okkur mestu máli , þegar við horfum til framtíðar ?

Þingið stendur yfir laugardag 13. apríl kl. 11:00-16:00 og sunnudag 14. apríl kl. 11:00 - 15:00. Til umræðu er allt það sem þátttakendur vilja ræða, staða og framtíð byggðar í Fljótsdalshreppi; atvinnumál, umhverfismál og málefni samfélagsins.  Hægt er að vera báða dagana, eða styttri tíma, eftir því sem hentar. Áhugasamir mega gjarnan merkja við sig á Facbook viðburði, en að öðru leyti þarf ekki að skrá þátttöku.

Veitingar í boði Fljótsdalshrepps- Með von um að sem flestir taki þátt.

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok