Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps auglýsir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030, skv 1.mgr.36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting felst í að skilgreind eru 4 ný efnistökusvæði  vegna framkvæmda við Kröflulínu 3, efnistökusvæðin eru við eða í nágrenni við línuleiðina. Áætlað efnismagn úr námum er frá 7.000- 30.000 m3. Kröflulína 3 er skilgreind í aðalskipulagi Fljótsdalshrepps. Þau svæði sem skipulagsbreytingin tekur til eru óbyggð og ofan 500m.y.s.

Tillagan sem  inniheldur umhverfisskýrslu er  aðgengileg á heimasíðu Fljótsdalshrepps www.fljotsdalur.is, og liggur frammi á skrifstofu Fljótsdalshrepps í Végarði, og hjá Skipulagsstofnun,  frá og með miðvikudeginum 9. janúar  nk. til miðvikudagsins 20. febrúar 2019. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að að skila inn skriflegum athugasemdum. Athugasemdafrestur  rennur út þann 21. febrúar n.k.  Athugasemdir berist í tölvupósti  á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is, eða í bréfpósti til Fljótsdalshrepps , Végarði ,701 Egilsstaðir.

Oddviti Fljótsdalshrepps

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok