Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030

Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030

Aðalskipulagsbreytingin felst í að skilgreind eru 4 ný efnistökusvæði í Fljótsdalshreppi vegna framkvæmda við Kröflulínu 3, efnistökusvæðin eru við eða í nágrenni við línuleiðina. Áætlað efnismagn úr námunum er frá 7.000- 30.000 m3. Kröflulína 3 er skilgreind í aðalskipulagi Fljótsdalshrepps. Þau svæði sem skipulagsbreytingin tekur til eru óbyggð og ofan 500m.y.s.

 

Tillagan er kynnt á vinnslustigi. Tillagan sem  inniheldur umhverfisskýrslu verður aðgengileg á heimasíðu Fljótsdalshrepps www.fljotsdalur.is, einnig mun tillagan liggja frammi á skrifstofu Fljótsdalshrepps í Végarði, frá 1. október í til 15. október  nk. Kynningarfundur verður þann 8. október milli kl. 10 og 12  á skrifstofu Fljótsdalshrepps. Óskað er eftir að ábendingar berist Fljótsdalshreppi , eigi síðar en 15. október 2018.

Oddviti Fljótsdalshrepps