Verklýsing svæðisskipulags Austurlands

Samvinna sveitarfélaganna á Austurlandi hefur verið mikil síðan Samband sveitarfélaga á Austurlandi var stofnað árið 1966.

Segja má að vinnan sem farið er í núna endurspegli aukna samvinnu sveitarfélaganna undanfarin ár. Upphaf vinnunnar má rekja til aðalfundar SSA 2015 á Djúpavogi. Þar var rætt um svæðisskipulag á málstofu og varð umræða innan SSA í kjölfarið til þess að ákveðið var að ráðast í gerð svæðisskipulags fyrir Austurland. Í framhaldinu ákvað stjórn SSA að svæðisskipulag Austurlands yrði sérstakt áhersluverkefni í sóknaráætlun landshlutans. Svæðisskipulagsnefnd Austurlands er skipuð 2 fulltrúum frá hverju aðildarsveitarfélagi.

Verklýsingin liggur frammi til sýnis á skrifstofu SSA, Tjarnarbraut 39 Egilsstöðum, hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166 í Reykjavík og á skrifstofum allra sveitarfélaga
á Austurlandi frá og með 28. júní 2018.

Opnir kynningarfundir verða auglýstir síðar. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við verklýsinguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út í lok mánudagsins 13. ágúst 2018. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu SSA með utanáskriftinni Svæðisskipulag Austurlands, Tjarnarbraut 39, 700 Egilsstöðum eða á netfangið: svaedisski