Hengifoss - skýrsla 2022
Stígurinn var mjög blautur eftir veturinn og miklir vatnavextir voru í lok maí. Það sá á pöllum sem komið var fyrir síðla sumars 2019, timbur var brotið og skrúfur stóðu upp úr undirstöðum. Þegar landverðir mættu á svæðið höfðu gestir redda sér með því að taka timbur úr pöllum og setja yfir hvíslar sem höfðu myndast neðst í Ytri-Sellæk. Fyrsta verk landvarða var því að loka stígnum tímabundið í skriðunni vegna vatnavaxta. Þá lokun var ekki hægt taka fyrr en eftir miðjan júní en þá gátu landverðir veitt læknum þannig að hægt var að hoppa yfir hann á nokkrum stöðum.
Reglubundnar eftirlitsferðir hófust í júní.
Skoða skýrsluna í heild sinni hér.