Vöðvasullur í sláturlömbum

Vakin er athygli á bókun Heilbrigðisnefndar Austurlands á fundi sínum nr 170.

Á 170. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands sem haldinn var þann 1. desembersl. var eftirfarandi fært til bókar
í fundargerð:


6. Vöðvasullur í sláturlömbum
Vöðvasullur Taenia ovis greindist við heilbrigðisskoðun í sláturlömbum á starfssvæði HAUST. Um er að ræða
lirfustig bandorms sem lifir í hundum. Þessi tíðindi eru mikil vonbrigði og merki þess að sóttvaranaraðgerðir
gegn útrýmingu sulla séu ekki framfylgt eins og vera ber. Hvergi má víkja frá þessum sóttvörnum og
nauðsynlegt að tryggja að allir hundar séu bandormahreinsaðir árlega eftir sláturtíð eins og lög og reglur
segja til um og hindra að þeir komist í hrámeti s.s. sláturúrgang.
Heilbrigðisnefnd minnir á að skv. reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 að eiganda eða
umráðamanni hunds er skylt að láta ormahreinsa hund sinn árlega. Þá er skylt að láta
ormahreinsa hunda á lögbýlum þar sem búrekstur er stundaður að lokinni sláturtíð eða í síðasta lagi í
desember ár hvert. Nefndin gerir þá kröfu að eigendur og umráðamenn hunda fari eftir þessu
reglugerðarákvæði. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að dýraeftirlit sveitarfélaga gangi eftir því að allir
hundar séu skráðir hjá sveitafélagi og ormahreinsaðir og að vottorð séu lögð fram sem staðfesta það.


Virðingarfyllst,
f.h. Heilbrigðisnefndar Austurlands
Lára Guðmundsdóttir
Framkvæmdastjóri HAUST

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.

Ok