Stuðlaberg að gjöf

Andrés Axelsson kom færandi hendi og afhenti Helga Gíslasyni sveitarstjóra og Herði Guðmundssyni húsverði Végarðs mynd eftir og frá Eyrúnu Axelsdóttur. Eyrún er systir Andrésar og eru þau ættuð úr Fljótsdal. Eyrún tók þátt í Handverkssmiðjunni Gersemer Fljótsdals í haust á vegum Droplaugar hinu Fljótsdælzka handverksfjelag með aðkomu og stuðningi Þjóðminjasafns Íslands, Handverks og hönnunar, Minjasafns Austurlands og Húsi handanna. Uppbyggingarsjóður Austurlands styrkti þá smiðju. Á smiðjunni var lögð áhersla á minjagripi, list eða afurðir sem tengjast með einum eða öðrum hætti Fljótsdalnum. Þetta verk er byggt á mandölu þar sem stuðlaberg Litlanesfoss er nýtt í verkið. Fljótsdalshreppur þakkar Eyrúnu vel fyrir þessa fallegu gjöf.

Mynd: Jóhann F. Þórhallsson