Tillaga Fljótsdalshrepps til ráðuneytisins er varðar nýtingu vindorku
Fann 2. september sl. barst Fljótsdalshreppi tölvupóstur frá starfshópi til að skoða og gera tilögur til umhverfis-, orku-, og loftlagsráðuneytisins um nýtingu vindorku þar sem skipun og verkefni hans voru kynnt. Hér meðfylgjandi er tillaga Fljótsdalshrepps þar sem fjallað er um þau atriði sem lögð var áhersla á að fá viðbrögð við. Í lok svarbréfs kemur eftirfarandi fram ,,Af hálfu Fljótsdalshrepps er áhugi á þvi að sveitarfélagið verði virkur þátttakandi í samráði við starfshópinn, önnur sveitarfélög og samtök þeirra við undirbúning löggjafar sem ætla er að setja um nýtingu vindorku
til raforkuframleiðslu og tengd málefni. Vegna samstarfs sem hafið er við CIP við skodun á uppbyggingu vindorkuvers og vegna fyrri reynslu af uppbyggingu raforkumannvirkja í sveitarfélaginu og þeirra innviða sem sú uppbygging skapaði, getur það haft ýmislegt fram að færa i þessum efnum".
Sjá viðbrögð Fljótsdalshrepps við erindinu - Hér