Kynning á Uppbyggingasjóði Austurlands
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Austurlands. Við hvetjum einstaklinga og fyrirtæki með hugmyndir á sviði atvinnu, nýsköpunar og menningar til að koma og skoða möguleikana. Verkefnahugmyndir af öllum stærðargráðum eiga erindi.
Hlutverk Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarverkefna. Uppbyggingarsjóður Austurlands er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2023.
Vinnustofur verða í boði í Vonarlandi hjá Austurbrú á Egilsstöðum 6. október kl. 13:00–15:00 og 15:30–17:00 þar sem hægt verður að fá ráðgjöf og aðstoð við gerð umsókna.