Ferðasumarið í Fljótsdal og kvöldgöngur
Samfélagsverkefnið Fögur framtíð í Fljótsdal mun standa ásamt landeigendum á svæði Upphéraðsklasans, samstarfi ferðaþjónustuaðila í Fljótsdal og á Völlum, fyrir fimmtudagskvöldgöngum í sumar. Byrjað verður 23. júní á Mjóanesi, því næst farið um Víðivallaskóg 30. júní. Göngurnar hefjast kl. 19:30 og eru áætlaðar í um 1 1/2-2 tíma. Upplýsingar um göngurnar verða birtar á fésbókarsíðunni Fljótsdalur, Austurland. Öll velkomin en hafa þarf aðeins í huga að göngurnar eru miserfiðar. Í Fljótsdal eru líka aðgengilegar göngu- og hjólaleiðir. Við bendum því áhugasömum um að kíkja á heimasíðuna www.hengifoss.is sem miðlar upplýsingum um áhugaverða staði, afþreyingu, gisti- og veitingaþjónustu á svæðinu. Verið velkomin í Fljótsdalinn!